fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Skúli Helga um leikskólalaun: „Margir halda að launin séu miklu verri en þau eru“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Helgason

Skúli Helgason, formaður Skóla- og Frístundarráðs fyrir Samfylkinguna, var gestur í þættinum Ísland vaknar í morgun á útvarpsstöðinni K100. Þar ræddi hann leikskólamálin, en mannekla, lág laun og langir biðlistar hafa einkennt málaflokkinn um árabil.

Sagði Skúli að laun leikskólakennara hefðu hækkað mikið undanfarið og væru hærri en margir héldu:

„Launin hafa þó hækkað um rúmlega 80% frá 2011. Margir halda að launin séu miklu verri en þau eru. Við þurfum að halda áfram að bæta í launin og bæta ímynd námsins“.

 

Samkvæmt launatöflu Félags leikskólakennara, er lægsta launagildið 368.942 krónur á mánuði hjá aðstoðarleikskólakennara, en það hæsta 477.509 krónur á mánuði, hjá sérkennslustjóra.

Meðaldagvinnulaun innan Félags leikskólakennara voru 523.926 kr. í

október 2017 en 509.391 kr. hjá öðrum háskólafélögum hjá Reykjavíkurborg. Sú breyting verður á tímabilinu 2010 til 2017 að meðal dagvinnulaun innan Félags leikskólakennara eru nú hærri en meðal dagvinnulaun annarra háskólafélaga hjá borginni en voru áður undir þeim.

Til samanburðar má geta þess að samkvæmt samningum þorra aðildafélaga ASÍ,  verða lágmarkslaun 300.000 krónur á mánuði frá 1. maí næstkomandi.

Þá eru fullar atvinnuleysisbætur  227.417 kr. á mánuði.

 

Skúli sagði einnig:

„Manneklan dettur yfirleitt inn þegar það er uppgangur og uppsveifla í þjóðfélaginu, þá fæst ekki fólk til að fara inn í þessi störf. Það hefur orðið algjört hrun í umsóknum inn í leikskólakennaranámið eftir að námið var lengt. Menn fóru í að lengja námið á meðan launin voru ennþá of lág.“

 

Þá sagði Skúli að ástandið sé ekki náttúrulögmál og að til standi að bæta úr því:

„Þetta er takmörkuð auðlind, það fá færri leikskólapláss en vilja. Svona hefur þetta verið en þetta er alls ekki náttúrulögmál og þess vegna vorum við að opinbera plan sem við höfum verið að vinna í eitt og hálft ár. Það þarf 750 – 800 pláss í viðbót við það sem núna er til að brúa þetta bil á milli loka fæðingarorlofs og 18 mánaða aldurs barns,“

segir Skúli og en plan meirihlutans gengur m.a. út á að byggja 5-6 leikskóla á næstu 4 til 6 árum. Þess má þó geta að Samfylkingin hefur verið í meirihluta síðustu átta ár.

 

Aðspurður hvort eitthvað væri að breytast, áður hefði verið lofað betri launum þjónustu og styttingu biðlista, svaraði Skúli:

„Nú á að brúa þetta bil og það er komið plan um það. Við höfum sýnt fram á í hvaða hverfum þarf að svara þörfinni. Við bætum við sex nýjum leikskóladeildum strax í haust.  Við erum að fjölga ungbarnadeildum um sjö sem er viðbót við þær sjö sem við settum í gang í haust. Menn fara að sjá talsverðar breytingar strax í haust. Við höfum bætt við 2,6 milljörðum í þennan málaflokk bara á þessu kjörtímabili og þetta verður stærsta fjárfestingarverkefni á næsta kjörtímabili. Þetta plan kostar 3,2 milljarða og við skuldbindum okkur til að sá peningur verði settur í leikskólamálin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“