fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Ljós í myrkrinu í frávísun ESA

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að niðurstöðu í kvörtunarmáli Hagsmunasamtaka heimilanna yfir útfærslu verðtryggðra neytendalána og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 243/2015 þar sem rétturinn lagði blessun sína yfir framkvæmd sem þó er ljóst að var andstæð EES-reglum.
Í stuttu máli vísaði stofnunin málinu frá sér á þeirri forsendu að viðkomandi lög væru ekki lengur í gildi og því óþarfi fyrir stofnunina að knýja á um breytingar á þeim. Þessi lokaniðurstaða er í samræmi við bráðabirgðaniðurstöðu sem barst frá stofnuninni í fyrra og kemur því ekki á óvart.
Þó að kvörtunin hafi ekki leitt til neinnar efnislegrar niðurstöðu hjá ESA, komu engu að síður fram dýrmætar upplýsingar í málinu sem munu gagnast í áframhaldandi baráttu fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði. Ber þar hæst að ákvörðunin felur í sér viðurkenningu á því að eldri lögin sem ekki eru lengur í gildi hafi verið í andstöðu við EES-reglur um neytendalán.
Við meðferð málsins kom fram skýr viðurkenning íslenskra stjórnvalda á umræddu broti sem Hagsmunasamtök heimilanna ætla að sækja skaðabætur fyrir. Þetta styður að sjálfsögðu eindregið málstað neytenda í skaðabótamáli sem var nýlega höfðað fyrir tilstilli samtakanna og gefur aukið tilefni til bjartsýni um að skaðabótakrafan nái fram að ganga.
Einnig er tekið sterkt til orða í ákvörðuninni um mikilvægi þess að neytendur séu ávallt upplýstir rækilega um allan kostnað við lántöku og vísað til þess að Dómstóll Evrópusambandsins telji það vera algjört frumskilyrði neytendaverndar. Á ensku er notað orðalagið “of critical importance” og verður varla kveðið mikið fastar en svo að orði í niðurstöðum dómstóla.
Að teknu tilliti til alls þessa og þrátt fyrir frávísun, sem er að vissu leyti skiljanleg vegna brottfalls viðkomandi laga, verður engu að síður að telja kvörtunina hafa skilað mjög þýðingarmiklum afrakstri. Þessi ákvörðunin er ekki endir að neinu heldur aðeins áfangi á leiðinni að því að sækja réttindi neytenda vegna ólögmætrar útfærslu verðtryggðra lána.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur