Prófessor Bob Garratt bendir á í bók sinni „Stop The Rot: Reframing Governance for Directors and Politicians“ að það sé nauðsynlegt að endurskoða umræðuna um góða stjórnarhætti. Skortur á fagmennsku hjá stjórnum fyrirtækja er viðvarandi vandamál. Stjórnarmenn eru kosnir í stjórnir fyrirtækja á röngum forsendum. Garratt segir enn fremur að þrátt fyrir að leiðbeiningar um góða stjórnarhætti hafi náð alþjóðlegri dreifingu í kjölfar skýrslu Sir Adrian Cadbury, On the Financial Aspects of Corporate Governance in the UK, árið 1992 þá felist ákveðin bjögun og þröngsýni í þeim leiðbeiningum sem krefst breytinga. Prófessor Bob Garratt verður aðalræðumaður ráðstefnunnar Góðir stjórnarhættir – Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum, sem haldin verður í Háskóla Íslands 10. apríl nk. af frumkvæði Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti.
„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Bob Garratt til Íslands. Hann hefur í þrjá áratugi verið einn af frumlegustu hugsuðum Bretlands um stjórnarhætti og hefur starfað um allan heim með það að leiðarljósi að efla góða stjórnarhætti.“
segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.
Ráðstefnan Góðir stjórnarhættir – Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 10. apríl verður einstaklega áhugaverð í ár en m.a. halda erindi: Páll Harðarson, forstjóri kauphallarinnar Nasdaq á Íslandi, Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, Eyjólfur Árni Rafnsson, stjórnarformaður Eikar og formaður Samtaka Atvinnulífsins, Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og formaður Samtaka iðnaðarins, Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis og fleiri. Þema ráðstefnunnar er: Áhrif og ákvarðanir stjórna.
Bob Garratt mun jafnframt stýra MasterClass í góðum stjórnarháttum eftir hádegi 10. apríl sem mun fjalla um hvernig stjórnir þurfa að læra
Upplýsingar um ráðstefnuna og MasterClass má finna á www.stjornarhaettir.is.
Auglýsing um ráðstefnuna: https://shoutout.wix.com/so/