fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Íslenskur raunveruleiki eftir hrun – Þrjár dæmisögur

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 2. apríl 2018 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Björk Baldursdóttir

Guðlaug Björk Baldursdóttir ritar:

Á Íslandi getur verið erfitt að fóta sig fyrir venjulegt fólk sérstaklega eftir hrun, við höfðum ekki heyrt mikið rætt um fátækt hérna fyrir hrun. Það var vissulega fólk sem lenti þar en venjulega var það vegna þess að fólk kom sér þangað með óreglu, eða bara kæruleysi, núna hins vegar er hið venjulegasta fólk „lent“ þar algerlega óumbeðið og þrátt fyrir að hafa greitt um áraraðir háar fjárhæðir í lífeyrissjóði, enda það verið skylda, sem er raunverulega ekkert annað en rán, þar sem þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóði fá nákvæmlega sömu krónutölu og þeir sem aldrei höfðu greitt krónu þangað.

Bankar hafa allan rétt sín megin, við viðskiptavinirnir algerlega réttlausir með öllu. Það er margt í molum hérna á landinu og veldur það verulegum flótta bæði ungs fólks og raunar fólks á öllum aldri, enda ekki mikið gert til að gera ævikvöld eldra fólksins okkar áhyggjulaust, heldur er stórum hluta þeirra  skellt í fátækrargildrur eftir ævistarfið. Ungt fólk sem var að byrja að fóta sig um og eftir hrun, var ekki gert auðvelt fyrir og bankarnir vilja ekki mikið gera fyrir fólk nema það selji fjölskylduna sína með þar  til gerðum tryggingum, svo bankinn tapi nú örugglega ekki og ríkisstjórnin hefur  ekkert verið að flýta sér að svara húsnæðisþörfinni sem hlaut að vera fyrirséð þegar  hrunið varð að meirihluti fólks sem missti vinnuna sína mundi missa húsnæði sitt í kjölfarið.

Fíklarnir okkar eru sendir til Svíþjóðar í unnvörpum þar sem fólkið okkar er að hrynja niður á biðlistum fyrir meðferð og hafa mæður þurft að taka börnin sín í afeitrun. Það er eins og alltaf þurfi að bíða eftir að barnið falli í brunninn til að átta sig á því að sennilega  þurfi nú að byrgja hann.

 

Dæmi 1:

Hún er rétt um þrítugt og lenti illa í hruninu, þar sem hún og kærastinn skildu og gerðu með sér samning þess eðlis að hann yfirtæki íbúðina sem þau höfðu keypt sér saman og hún hafði séð um að greiða af, enda skilvís og heiðarleg, og hann yfirtæki að sjálfsögðu lánin líka sem á eigninni hvíldu.  Eigninni var aflýst af henni, sem og einu láni uppá eina milljón en akkúrat í október í miðju bankahruni þá týndust pappírarnir af stóru láni sem áhvílandi var á eigninni. Hún var í miðju háskólanámi erlendis og var það mjög dýrt og fékk hún rukkun uppá rúmlega 16 milljónir  frá bankanum sínum og lenti í vandræðum með námslánin upp frá því, enda ekki bankinn tilbúin að lána svona skuldasel. Bankinn viðurkenndi mistök sín í tölvupósti en sagði það ekki standast dóm, þar sem það hallaði á bankann. Ég er nokkuð viss um að það stæðist dóm ef það hallaði á hana, enda notar bankinn tölvupóst akkúrat til þess að hafa beiðnir skráðar á pappír.

Hún var sem sagt 23 ára stórskuldug af námslánum, átti ekkert nema skuld, búsett erlendis og umboðsmaður skuldara bankans  sagði henni að greiða lánið í skil fyrir fyrrverandi kærasta svo hún myndi ekki lenda á vanskilaskrá. Hún var ekki til í það, gat það ekki heldur. Fasteignasala sem sá um að aflýsa eigninni af henni og yfir á á kærastann fríaaði sig ábyrgð og sagði fasteignasalann ábyrgan, en hann var gjaldþrota og flúinn til Noregs og auk þess var hann frændi kærastans fyrrverandi. Mjög óheppilegt allt fyrir hana sem átti nú bara skuldir af húsnæði fyrrverandi kærastans, sem bjó þar með nýrri konu og barni og viðurkenndi alltaf sínar skuldir, en hann var bara slugsi en það var  hún ekki.   Hún rétt náði að klára námið sitt með góðra manna hjálp, viðhorf hennar til banka var breytt, hún hafði enga löngun að standa í skilum við einhverja banka lengur enda alltaf gert það og ekki skilaði það henni neinu en skilaði kærastanum kærulausa frí aleigu í einhver ár. Hún er á vanskilaskrá og með ónýta fjármálaæru og fannst sér ekki vært á Íslandi og flutti til Ítalíu.

 

Dæmi 2:

Hann er á fertugsaldrinum og mikið veikur fíkill. Hann og fjölskylda hans hafa barist í um 20 ár til að fá hjálp til handa honum, en oftast þurft frá að hverfa vegna úrræðaleysis, hann ber sig alltaf vel og fjölskyldan sterk á bak við hann.  Hann var greindur með ADHD sem barn og fékk jú leyfi fyrir stuðningsjölskyldu nema það var enginn á lausu, nema móðirin gæti fundið sér einhvern sem vildi taka hann að sér. Henni tókst það í skamman tíma að fá samstarfsfélaga sinn í það verkefni.

Hann var uppátækjasamur og skemmtilegur en stórhættulegur og bjó gjarnan til heimagerðar sprengjur meðan mamman var að vinna. Skólinn brást honum algerlega, þar sem hann gleymdist inná bókasafni, heilu og hálfu dagana og þegar hann komst upp með það, þá mætti hann bara í skólann, og fór svo bara heim að búa til sprengjur og fleira skemmtilegt.  Hann fékk vistun á heimili úti á landi fyrir börn með áhættuhegðun, en sama dag og hann átti að flytja, var annar sem fékk plássið hans, því mamma þess drengs  var svo veiklunduð. Þannig að, ekki vera súpermamma, voru skilaboðin.

Hann fór inn og út í afeitrun og meðferðir og á flest öll áfangaheimili í bænum, en féll alltaf, þar sem alltaf var einhver sem til var í einn bjór og hann þefaði þann uppi, eða þeir hann. Honum vegnaði best þegar hann bjó einn og tók ábyrgð á sjálfum sér og hélt sig fjarri öllum vinum (neyslufélögum). Hann hefur átt góða edrú spretti mest í 2 og hálft ár og var það besti tími fjölskyldunnar.  Hann er á biðlista hjá Reykjavíkurborg og hefur verði þar í rúmlega 8 ár og uppfyllir öll skilyrði, þar sem hann er á götunni  og að vera á götunni fyrir edrú manneskju er bara ekki hægt.  Hann kom úr meðferð í ágúst 2017 og var útlit gott með að hann fengi íbúð næstu vikur, en hann gisti á sófa hjá vinkonu í nokkra mánuði og núna er kominn apríl og hann ennþá á götunni, hann hefur m.a. búið í tjaldi í Laugardal. Hann er að hugsa um að gefast bara  upp og flytja til Spánar!

 

Dæmi 3:

Hún var á miðjum aldri þegar hún missti vinnuna sína í bankahruninu. Hún hafði unnið alla sína vinnuævi í bankageiranum og oftast tekið að sér aukastörf meðfram sinni vinnu, enda ein með 2 börn og launin ein og sér dugðu ekki til. Íslenska ofurkonan uppá sitt besta, því það er ekki tekið með í reikninginn hjá stjórnvöldum að oft þarf einn aðili að framfleyta fjöslyldum og ein laun duga bara ekki.

Lífið eftir vinnu er ekki gott, uppgötvaði hún fljótt, alltof fljótt. Hún missti íbúðina sína þar sem bankinn (hennar fyrrum vinnustaður) var algerlega ósveigjanlegur í samningum, hún afhenti kreditkortin sín fríviljug og bankinn sá til þess að hún skrifaði uppá skuldabréf til að tryggja það að tapa nú ekki á  henni.  Hún var samt sett á vákortalista af bankanum, enda orðin alræmdur fjárglæframaður með 19 þús kr. afborgun  í vanskilum sem hún hafði gleymt að greiða sem voru eftirstöðvar af raðgreiðslum uppá 154 þús. og átti að skuldfæra af kortinu. Það var sent í  lögfræðinnheimtu af bankanum og hún sem var bara nýgengin út úr honum.

Fyrir heiðarlega bankakonu að fá lögfræðiinnheimtubréf, verandi búin að taka út allan sinn viðbótarlífeyrissparnað til að reyna að halda öllu í skilum var ekki góð tilfinning. Síðar átti hún eftir að kynnast Modus og Gjaldskilum alltof vel.   Viðhorf bankakonu, sem hafði alltaf haft bankann í forgangi, breyttist á einni nóttu.  Hann var algerlega ósveigjanlegur og sagðist ekki geta hjálpað starfsmanninum fyrrverandi neitt , enda ætti ekki að vera munur á Jóni og séra Jóni, sem hún var alveg sammála, en bankinn ræður þó ekki inn til sín fjárglæframenn eða hvað?  Hún átti sér enga von þar eða annarsstaðar í þeim geira með vinnu í framtíðinni enda  komin á vanskilaskrá. Hún stóð ekki við samningana sem hún hafði gert við bankann. (Ekki það að bankinn stóð ekki við samninginn sinn við hana að greiða henni laun og hafa hana í vinnu, en þar gegnir öðru máli)

Hún missti heilsuna, lánstraustið og getu til að semja því þar sem hún var komin hinum megin borðsins var hún allt í einu „ekkert“, bara persona non grata og það er ekki góð tilfinning. Og smátt og smátt týndust burtu vinirnir einn af öðrum, enda hver nennir blönkum heilsulausum atvinnuleysingja?  Hún einangraðist meira og meira og hætt var að bjóða henni í allskonar enda átti hún ekki peninga, bankinn fékk viðbótarlífeyirssparnaðinn hennar meðan hún lék ennþá hlutverk í sínu fyrra lífi og passaði sig á að borga alltaf skuldirnar og lét sínar þarfir bara bíða.  Leiguhúsnæði var ekki gott að fá þar sem hún var á vanskilaskrá og bankinn hennar sem hún hafði leigt af „sína“ íbúð í eitt ár en bankinn fékk á nauðungarsölu vildi ekki gefa henni meðmæli þess eðlis að hún hefði alltaf borgað í skil á réttum degi. Hann vildi ekki heldur gefa karaktermeðmæli þess eðlis að hún væri ekki óalandi og óferjandi þrátt fyrir að vera komin á vanksilaskrá, þá væri hún innst inni heiðarleg og samviskusöm. Nei, bankinn sneri algerlega baki í hana og það gerði hún bara líka á móti. Gaf skít í bankann og er að flýja til Spánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni