fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Börn í limbó – #Brúumbilið

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 2. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Smári Pálmason Sighvats

Bergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar:

Að eignast barn er sannkölluð lífsins gjöf. Fyrir marga foreldra er það þá fyrst sem lífið öðlast tilgang.
Foreldrar fá það hlutverk að ala upp lítinn einstakling og gera sitt besta til að einn daginn verði hann hamingjusamur og sjálfstæður einstaklingur. Hamingja okkar foreldra felst í þeirri vegferð að sjá
barnið sitt vaxa og dafna. En á sama tíma veldur koma barnsins mörgum foreldrum gríðarlegum
áhyggjum. Mánaðartekjur rýrna um leið og útgjöld aukast. Foreldrar þurfa skyndilega að lifa með þá
staðreynd að annað foreldrið eigi á hættu að missa vinnuna einfaldlega vegna þess að mikill skortur
er á úræðum fyrir foreldra, frá fæðingarorlofi að næstu dagvistun og jafnvel fram að grunnskóla.
Staða foreldra eftir fæðingarorlof hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Staðan veldur því að
áhyggju- og örvæntingafullir foreldrar ungra barna skortir úræði til að brúa bilið milli fæðingarorlofs
og dagvistunar. Raunin er sú að bilið er orðin að gjá og brúin sem er nú til staðar nær ekki yfir gjánna
sem sífellt breikkar. Fleiri og fleiri börn sitja hreinlega á biðlistum til að komast á biðlistann hjá
dagforeldri. Mörg þeirra eru svo lengi á biðlistum að þau vaxa upp úr þeim til þess eins að komast á
nýjan biðlista hjá leikskólanum. Þetta er að sjálfsögðu óásættanlegt ástand og alveg hreint ótrúlegt
að þessu hafi verið leift að gerast.

Að loknu fæðingarorlofi lenda börnin okkar í nokkurskonar félagslegu limbói. Leikskólar eru eina
dagvistunarúrræðið á vegum sveitarfélagana. Það er verkefni hvers og eins sveitarfélags að ákveða
þann aldur sem stuðningur við foreldra hefst. Ekki er kveðið á um það í lögum við hvaða aldur börn
eigi rétt á dagvistunarúrræði. Dagforeldrakerfið byggir á framboði einkaaðila og sveitarfélögum ber
ekki skylda til að niðurgreiða kostnað vegna þjónustu dagforeldra né að tryggja framboð þeirra. Það
eru þó einhverjir dagforeldrar sem starfa í Reykjavík en langt frá því nægjanlega margir til að anna
eftirspurn. Algengt mánaðargjald dagforeldra er um 60 til 90 þúsund fyrir fulla vistun.
Vandamálið sem þessi gjá skapar leiðir af sér annað vandamál.Núverandi skipan dagvistunarmála gerir það nær ómögulegt fyrir báða foreldra að vera á vinnumarkaði að loknu fæðingarorlofi.
Foreldrar verða því að gera það upp við sig hvort þeirra verður heima með barnið að loknu
fæðingarorlofi og hvort þeirra fer út á vinnumarkaðinn. Í flestum tilfellum er það faðirinn sem fer út á
vinnumarkaðinn og móðirin er heima. Þó svo að margir feður taki þá ákvörðun að vilja vera heima á
meðan móðirin fer að vinna þá er staðreynd sú að atvinnumöguleikar karlmanna eru jafnan betri og
launin að meðaltali hærri. Svo spilar oft inn í það að konur eru oft ennþá með barnið á brjósti. Þetta
skapar gífurlegt ójafnvægi á vinnumarkaðnum þar sem konum er liggur við haldið utan markaðsins
fyrir það eitt að vera mæður. Feður fá á sama tíma minni tíma á þessum mikilvægu uppvaxtar árum
með börnunum sínum. Því margir þeirra verða að taka á sig tvöfalda vinnu til að brúa þá
tekjuskerðingu sem orsakast því að vera eina fyrirvinnan. Fjöldamörg dæmi eru um að feður halda til
vinnu á svipuðum tíma og barnið fer á fætur og koma heim á svipuðum tíma og barnið fer að sofa.
Foreldrið sem fer á vinnumarkaðinn fær þar af leiðandi mikið minni tíma með barninu sínu og allt
álagið á heimilinu lendir á hinu foreldrinu. Úr getur orðið vítahringur þar sem foreldrar hafa ekki tíma
fyrir hvort annað sem hefur svo áhrif á samband þeirra. Þetta getur leitt til sambandsslita og þar með
geta fjölskyldur sundrast. Samkvæmt rannsóknum eru sambandsslit mun líklegri á fyrstu árum
barnsins en öðrum. Nýlega hefur verið fjallað um það að á síðustu árum hafa skilnaðir verið að færast
í aukin. Foreldrar ættu að geta verið lausir við kvíðann og óvissuna um hvernig þeir ætla að „brúa
bilið“ að fæðingarorlofi loknu þar sem það að ala upp kornabarn er alveg nógu krefjandi þó hitt
bætist ekki við.

Það verður að taka á þessu gríðarlega vandamáli. Það verður að brúa allt bilið milli fæðingarorlofs og
grunnskóla. Dagvistun verður að vera raunhæfur og aðgengilegur kostur þar sem biðlistar eru
gagnsæir svo hægt sé að veita þeim eftirfylgni og gæta þess að ekkert barn falli milli skips og bryggju.
Það verður að fara yfir kerfið frá grunni og þeir foreldrar sem fá ekki dagvistun ættu að fá
heimgreiðslur. Þar fara niðurgreiðslur dagforeldra til foreldranna sem fá ekki dagvistunarúrræði. Þá
verður að koma á ungbarnadeildum á öllum leikskólum en það verður auðvitað ekki hægt fyrr en það
er búið að bæta úr manneklu leikskólanna, bæta starfsaðstöðu starfsfólksins og sinna nauðsynlegu
viðhaldi skólanna. Það verður að stækka og fjölga leikskólum. Það þarf og verður að setja meira
fjármagn í leikskólana, svo einfalt er það. Við erum ekki að fara að leysa manneklu skólana með heldri
borgurum eða öðrum plástrum heldur verðum við að hækka laun leiksskólakennara og virða
menntun þeirra til fjár.

Það verður að þjónusta betur foreldra í Reykjavík og það verður að bjóða fjölskyldum uppá raunhæfa
þjónustu.

Setjum börnin í forgang með því að hlúa að undirstöðum þeirra og velferð. Gerum Reykjavík að
fjölskylduvænni borg. #Brúumbilið !

Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka