fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Breytingar á LÍN: framfærslugrunnur hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 31. mars 2018 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal helstu breytinga sem nú hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 eru að framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkar og einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða eiga rétt á námslánum.

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur samþykkt endanlegar úthlutunarreglur fyrir námsárið 2018-2019 og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest þær:

„Við styrkjum stöðu allra námsmanna með því að hækka framfærslugrunn LÍN, og það eflir íslenskt samfélag að fólk sem dvelst hér hafi tækifæri til að mennta sig,“

segir ráðherra.

Framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkar úr 92% af reiknaðri framfærslu þeirra í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður.

Einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vernd hér á landi eða hafa dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eiga nú rétt á námslánum hjá lánasjóðinum séu þeir komnir til landsins og staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.

Sjá nánar:

Úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur