Úrslit í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ liggja nú ljós fyrir þar sem kosið var um efstu 5. sætin. Aðeins ein kona er meðal fimm efstu.
Í fyrsta sæti var Þórólfur Júlían Dagsson, annar Hrafnkell Brimar Hallmundsson, þriðja sætið fékk Margret Sigrún Þórólfsdóttir, fjórða sætið hreppti Guðmundur Arnar Guðmundsson og fimmta sætið féll í hlut Jón Páll Garðarsson.
Samkvæmt tilkynningu fer nú af stað vinna við að fullmanna listann og velja úr öðrum framboðum sem bárust í lægri sæti. Listinn verður síðan kynntur eftir páska.
Píratar opnuðu í dag kosningaskrifstofu í Ásbrú og stefnt er að því að opna fleiri kosningaskrifstofur víðar í kjödæminu á næstu vikum.
—