Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup hefur stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hríðfallið frá áramótum, eða sem nemur 13.7 prósentustigum. Það er nýtt met. Engin ríkisstjórn hefur misst fylgi svo hratt frá aldarmótum. Sú sem næst kemst því er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá árinu 2013, sem tapaði 13.4 prósentum af sínum stuðningi á fyrstu fjórum mánuðunum.
Ríkisstjórnin mældist mest með 74.1 prósenta stuðning í lok síðasta árs, þá rétt mánaðargömul. Síðan hefur rjátlast af stuðningnum og mælist hann nú 60.4 prósent.
Samanlagður stuðningur við ríkistjórnarflokkanna mælist nú 47.6 prósent og dygði líklega ekki fyrir meirihluta á þingi, en flokkarnir þrír fengu samtals 52.9 prósent í Alþingiskosningunum og 35 þingmenn.