fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Tryggja áframhaldandi lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrita samninginn

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrituðu samninginn, sem hljóðar upp á 5,9 m.kr.

Á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið hefur Mannréttindaskrifstofan um árabil annast slíka ráðgjöf, innflytjendum að kostnaðarlausu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni en á síðasta ári voru veitt 539 ráðgjafarviðtöl. Erindin eru af margvíslegum toga en flest þeirra snúa að ráðgjöf í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi. Einnig er mikið um að leitað sé eftir ráðgjöf í sifjamálum, þ.e. í tengslum við skilnað, forsjá og umgengnismál. Önnur mál snúa meðal annars að veitingu ríkisborgararéttar, atvinnumálum, málefnum hælisleitenda o.fl.

Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands við innflytjendur er veitt í húsnæði skrifstofunnar, Túngötu 14, á þriðjudögum kl. 14-19 og á föstudögum kl. 9-14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720 eða í tölvupósti: info@humanrights.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur