fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Pawel vill að borgin hirði jólatréð sitt – Mætir andstöðu Gísla Marteins á Twitter

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek

Pawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti framboðslista Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag, hvar hann býsnast yfir því veseni sem fylgir því að losa sig við jólatré í janúar mánuði. Pistillinn heitir „Sækjum árans jólatrén“.

Í lok pistilsins segir Pawel:

„Einu sinni gátu Reykvíkingar sett tréð út á lóðarmörk og það var sótt. Satt að segja virkaði það þægilegra, skilvirkara og umhverfisvænna en núverandi fyrirkomulag. Eigum við ekki bara að fara að gera þetta aftur?“

Reykjavíkurborg hefur ekki sótt og fargað jólatrjám síðan um jólin 2008 en Sorpa tekur ekki gjald fyrir förgun þeirra.

Nokkur umræða hefur skapast um málið á Twitter í dag.

Sjónvarpsmaðurinn og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Marteinn Baldursson, gerir athugasemd við pistil Pawels og segir:

„Alltaf jafn furðulegt þegar allt snýst við. Skil ekkert af hverju Pawel vill að borgin byrji aftur að sinna þessu. Og Katrín sýnir að hún ætlar sem betur fer ekki að marsera flokkslínuna, sem var sú að það væri fráleitt hjá borginni að leyfa einkaaðilum að sjá um þetta.“

Katrín þessi er Atladóttir, sem er í 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, en hún sagðist glöð borga íþróttafélaginu í hverfinu fyrir að sækja tréð, sem sé fín fjáröflun fyrir félögin.

Aðrir nefna einnig að það sé ákjósanlegt, því það kalli ekki á miðstýringu og aukin borgarútgjöld í umhverfisskyni.

Pawel telur að þar sem æ fleiri keyri með trén í bílum sínum í Sorpu, auki það mengun.

„Ég játa það að rökin fyrir umhverfisvernd vega þyngra í mínum huga en fjáröflun íþróttafélaga. En sem mikill aðdáandi frjáls markaðar þykist ég vita að ef sorphirða væri alfarið einkarekin þá væri þessi þjónusta hluti hennar, annaðhvort innifalin í verði eða auðpantanleg.“

 

Þá blandar Davíð Þorláksson, fyrrum formaður SUS sér í umræðuna, með athugasemd um Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

„Ekki oft sem maður les grein eftir @pawelbartoszek og þarf að tvítékka hvort maður hafi nokkuð óvart verið að lesa grein eftir Mörtu Guðjónsdóttur.“

Því  svarar Pawel:

„Án þess að ég geri lítið úr þeirri nálgun að nota Mörtu Guðjónsdóttur sem öfugan pólitískan áttavita í borgarmálum, þá má sú nálgun ekki byrgja manni stærri sýn. Erum við sannfærð um að kolefnisfótspor hafi minnkað með núverandi fyrirkomulagi?“

https://twitter.com/davidthorlaks/status/978929596396687360

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur