fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Endurskoða lög um LÍN

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 24. mars 2018 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra

Verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna hefur nú verið skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Hlutverk verkefnastjórnar er að skoða íslenska námslánakerfið í heild sinni og gera tillögur að umbótum þess og þróun.

„Það fengur að fá þetta reynslumikla og öfluga fólk að borðinu til að endurskoða lögin um lánasjóðinn, þekking þeirra á málefnum sjóðsins mun nýtast vel í þessari mikilvægu vinnu sem framundan er,“

segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Meðal álitaefna sem verkefnastjórnin mun taka til skoðunar eru hvers konar nám skuli vera lánshæft, hvernig vöxtum og endurgreiðslu skuli háttað hjá sjóðnum og fjármögnun hans. Einnig hvort tilefni sé til að ívilna ákveðnum námsgreinum þegar kemur að endurgreiðslu lána, þá meðal annars með tilliti til búsetu.

Aðrir í verkefnastjórninni eru Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur og varaformaður, Davíð Freyr Jónsson, frumkvöðull og framkvæmdastjóri og Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), öll tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra. Aldís Mjöll Geirsdóttir formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta og Ragnar Auðun Árnason stjórnarmaður í LÍN, bæði tilnefnd af LÍS og Andri Gunnarsson, lögmaður, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur