fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Bankasýsla ríkisins er hneyksli: Forstjóri með 5 milljónir á mánuði

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 24. mars 2018 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttfari ritar:

Ef marka má lög landsins, þá er Bankasýsla ríkisins ekki lengur til en starfar samt áfram af fullum krafti og með ærnum tilkostnaði ríkisins og þar með skattgreiðenda.

Það vekur furðu að stórmerkileg blaðagrein frá 22. mars sl. eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann og fyrrum sýslumann, um Banaksýslu ríkisins skuli ekki hafa vakið neina athygli fjölmiðla. Þar bendir hann á að lögum samkvæmt ætti að vera búið að leggja þessa stofnun niður fyrir meira en þremur árum. Hún var sett á fót við mjög sérstakar aðstæður eftir hrunið og hafði afmarkaðan líftíma þar sem hlutverki hennar átti að ljúka þann 20. ágúst 2014. Í stað þess að láta sólarlagsákvæði laganna um Bankasýslu ríkisins gilda, þá framlengdi þáverandi Alþingi óþarft líf hennar. Mest um það að segja hafði þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson.

Sýslumaðurinn fyrrverandi bendir á að þessi umdeilda stofnun starfi nú á mjög vafasömum grunni og að efast megi um gildi þeirra ákvarðana sem hún tekur. Orðrétt segir hann: “Það ríkir því fullkomin óvissa um gildi allra löggerninga sem Bankasýsla ríkisins hefur staðið að frá árinu 2014.”

Hann gerir að sérstöku umtalsefni sölu á 13% hlut ríkisins í Arionbanka sem gerð var undir handleiðslu Bankasýslunnar. Karl Gauti efast um að hún sé lögmæt.

Hér er á ferðinni mjög alvarlegt mál sem Bjarni Benediktsson þarf að svara fyrir. Hann er með lögfræðipróf og ætti því að vita að ríkisstjórn getur ekki haldið úti starfsemi sem byggir ekki á lögmætum grunni. Banaksýslan heyrir undir fjármálaráðherra á hverjum tíma.

Vert er að hafa í huga að þessi óþarfa og ólögmæta stofnun kostar ríkissjóð – og þar með  skattgreiðendur – 200 milljónir króna á ári. Verkefni Banaksýslu ríkisins er að líta eftir eignarhlutum í Landsbanka, Íslandsbanka og tveimur litlum sparisjóðum. Til að sinna því verkefni er rekin heil skrifstofa með forstjóra, sjóðsstjóra, sérfræðingi og aðstoðarfólki. Yfir þessu er svo þriggja manna stjórn!

Forstjóri Bankasýslu ríkisins er gamall skólabróðir Bjarna Benediktssonar, Birgis Ármannssonar og Illuga Gunnarssonar úr Menntaskólanum í Reykjavík. Hann heitir Jón Gunnar Jónsson. Samkvæmt tekjublaði DV sumarið 2017 voru mánaðarlaun forstjóra Banaksýslunnar árið 2016 kr. 4.517.771. Árslaun hans 2016 voru því kr. 54.213.252. Minna mátti það ekki vera fyrir að stýra þessari óþörfu og ólögmætu stofnun!

Yfir Bankasýslu ríkisins er svo stjórn sem skipuð er af fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni. Í henni eru Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem féll af Alþingi sl. haust, Margrét Kristmannsdóttir kennd við saumavélafyrirtækið Phaff og svo formaðurinn Lárus Blöndal, frændi Bjarna Benediktssonar og sálufélagi úr Garðabænum. Hann er stundum kallaður í gamni og alvöru “besti vinur aðal”.

Þegar eitthvað er óskiljanlegt, þá getur verið gott að kunna eitthvað fyrir sér í ættfræðinni!

Einhver kynni að nota orðið spilling um þetta. Sjáum til.

 

Rtá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni