fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Vilhjálmur ver Ragnar gegn Mogganum: „Látið í veðri vaka að launakostnaður hafi hækkað“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, kemur kollega sínum Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, til varnar í pistli á Facebooksíðu sinni í dag. Ástæðan er grein Morgunblaðsins um laun og bifreiðarstyrki formanna og yfirstjórnar VR, en þar segir að laun yfirstjórnar hafi numið 54,2 milljónum á síðasta ári, hækkað úr 42,6 milljónum frá því 2016. Þá voru bifreiðarstyrkir 26,3 milljónir í fyrra, en 17 milljónir árið áður. Fréttin er unnin upp úr ársskýrslu VR en ekki er tiltekinn kostnaður við Ólafíu B. Rafnsdóttur og Ragnar Þór Ingólfsson sérstaklega, en Ragnar tók við af Ólafíu í mars í fyrra.

Vilhjálmur segir greinilegt að nú eigi að koma höggi á Ragnar Þór, þar sem hann hafi staðið hárinu á elítunni sem öllu vilji ráða og stjórna:

„Í þessari frétt er látið í veðri vaka að launakostnaður hafi hækkað umtalsvert eftir að hann tók við formennsku fyrir ári síðan. Hið sanna er að það fyrsta sem Ragnar Þór gerði eftir að hann varð formaður VR var að fara fram á að laun hans yrðu lækkuð úr rúmum 1,4 milljónum í 1,1 milljón eða sem nam 300 þúsundum á mánuði! Í þessari frétt er talað um að launakostnaður formanna sé 26,3 milljónir á síðasta ári en skýringin á því er sú Ólafía fyrrverandi formaður var einnig á launum á síðasta ári. Með öðrum orðum, það voru tveir formenn á launum hjá VR megnið af síðasta ári.“

 

Vilhjálmur segir að allt verði gert til að brjóta niður vinnu kraftmikils hóps verkalýðshreyfingarinnar:

„Já, sannleikurinn er sá að eftir að Ragnar Þór tók við lækkaði hann laun sín um 3,6 milljónir á ári og mikilvægt er að almenningur átti sig á því. En trúið mér að núna þegar myndast hefur kraftmikill hópur innan verkalýðshreyfingarinnar sem vill, getur og ætlar að segja láglaunastefnunni og fjármálaelítunni stríð á hendur þá mun allt verða reynt til að brjóta það á bak aftur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“