fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Jón Þór spyr um kostnað vegna upplýsingaskyldu til þingmanna

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. mars 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.             Mynd/DV

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, biðlar til þingheims í dag með fjöldatölvupósti, að sameinast um að óska eftir stjórnsýsluúttekt frá Ríkisendurskoðun á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild.

Píratar hafa verið flokka duglegastir á þingi við fyrirspurnir og er Björn Leví Gunnarsson þar fremstur í flokki. Fyrirspurn hans um raunheiti höfuðborgarinnar hefur vakið athygli og hafa Sjálfstæðismenn og Morgunblaðið fundið fyrirspurnunum flest til foráttu og velt fyrir sér hversu mikið það kosti kerfið að svara öllum þessum „tilgangslausu“ fyrirspurnum.

 

Jón Þór virðist því ætla að fella gagnrýnisraddirnar á eigin bragði og verða fyrri til.

 

Jón Þór segist aðeins þurfa níu þingmenn og þurfa svar í dag:

„Sælir þingmenn. Alþingi getur með ósk um stjórnsýsluúttekt fengið Ríkisendurskoðun, sem er eftirlitsstofnun Alþingis, til að meta hve vel stjórnvöld sinna upplýsingaskyldu sinni við Alþingi og hve vel þau fara með almannafé við að sinna þeirri skyldu í lýðræðisríki. Skýrslubeiðnin er að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild og þ.m.t. stjórnsýslu þess, með tillögum um úrbætur. Þeir sem vilja vera með sendið svar í dag. Við þurfum aðeins níu þingmenn.“

 

Skýrslubeiðinina má sjá hér að neðan:

 

Beiðni um skýrslu

frá ríkisendurskoðun um upplýsingaveitu stjórnvalda við Alþingi

Frá

Með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr.

46/2016, er þess óskað að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um verklag stjórnvalda við

að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild, þ.m.t. stjórnsýslu

þess.

Í skýrslunni verði fjallað um hvernig handhafar framkvæmdavalds og aðrir aðilar

stjórnsýslunnar veiti löggjafarvaldinu upplýsingar, hvert umfang þeirra starfa er, hversu

mikill tími starfsmanna nýtist til upplýsingaveitu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í

heild, hver kostnaðurinn við upplýsingaveituna sé og hver ábatinn af vinnunni sé. Í

skýrslunni verði m.a. fjallað um upplýsingaveitu vegna:

  1. Þingmála ríkisstjórnarinnar, bæði vegna umræðu á Alþingi og í nefndarstörfum
  2. Frumkvæðisathugana þingnefnda
  3. Fyrirspurna þingmanna til ráðherra
  4. Skýrslubeiðna þingmanna til ráðherra eða annarra

Ríkisendurskoðandi skili Alþingi skýrslu eigi síðar en 1. desember 2018.

 

Greinargerð.

 

Með skýrslubeiðninni er óskað eftir því skv. 17. gr. laga um ríkisendurskoðun og

endurskoðun ríkisreikninga að ríkisendurskoðun taki saman skýrslu um verklag stjórnvalda

við að sinna upplýsingaskyldu sinni við aðila löggjafarvaldsins.

Nýverið hefur verið uppi nokkur umræða um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra og

kostnað sem kann að falla til þegar framkvæmdavaldið sinnir lögbundinni upplýsingaskyldu

sinni við Alþingi. Réttur þingmanna, þingnefnda og Alþingis til að kalla eftir upplýsingum

frá handhöfum framkvæmdavaldsins er einn af hornsteinum eftirlitshlutverk Alþingis með

framkvæmdavaldinu, en þetta eftirlitshlutverk Alþingi er lögfest í 49. gr. laga um þingsköp,

  1. 55/1991.

Hægt er að varpa ljósi á það hver raunverulegur kostnaður framkvæmdavaldsins af

upplýsingaveitu sinni er með skýrslu ríkisendurskoðanda. Því er lagt til að

ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um ofangreint efni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“