fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Karl Th. um Pál Magnússon: „Á viðkomandi þingmaður að hafa vit á – svo við tölum nú bara íslenzku – að grjóthalda kjafti“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Karl Th. Birgisson

Ritstjórinn Karl Th. Birgisson skrifar ansi beinskeyttan pistil um Pál Magnússon á vefrit sitt Herðubreið, hvar hann lýsir þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem skaphundi, sem hafi froðufellt yfir skrifum Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins fyrir Stundina:

 

„Það er til skýring á froðufellingum Páls Magnússonar vegna pistla Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni (sjá hér og hér. Páll er skaphundur. Ég er ekkert að ljúga þessu upp á hann – hann hefur sjálfur lýst þessum vanda í viðtölum og bætt því við, að æ betur gangi að hafa stjórn á skapinu hin seinni árin.“

 

 

Karl segir Pál glíma við skapgerðargalla, sem sé reiðin og henni fylgi dómgreindarbrestur, sem sé skýringin á skrifum Páls um Braga Pál:

„Þessum skapgerðargalla fylgir annar – dómgreindarbresturinn. Reiðin sviptir geðugasta fólk rökhugsun og réttum sjónarhóli. Auðvitað veit Páll af mikilli reynslu að maður á ekki að skrifa í reiðikasti, en í þessu tilviki voru mistökin alvarlegri. Hann er nefnilega formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis. Undir málasvið hennar falla til dæmis fjölmiðlar, en rekstur þeirra og skipulag fjölmiðlamarkaðarins eru einmitt í deiglu um þessar mundir. Það er þess vegna talsvert alvarlegt þegar formaður þingnefndar bókstaflega frussar út úr sér svívirðingarunum í garð tiltekins fjölmiðils og heimtar af honum afsökunarbeiðni, en telur sig jafnframt vera þess umkominn að fjalla um lög og reglur sem varða jafnvel tilvist þess sama fjölmiðils.“

 

Segir Karl Th. meðal annars að Páll eigi að hafa vit á því að „grjóthalda kjafti“  og ætti annaðhvort að fara á reiðinámsskeið eða endurmenntun í blaðamennsku.

„Við þessar aðstæður á viðkomandi þingmaður að hafa vit á – svo við tölum nú bara íslenzku – að grjóthalda kjafti, sama hversu honum er misboðið og sama hversu réttan hann telur málstað sinn vera. Góðir þingmenn skilja stað sinn og stöðu.“

 

Þá réttlætir Karl Th. pistil Braga með skírskotun til álitamála um barnaníðingsmálið, stílbragða Braga Páls, og bókarinnar Fear and Loathing on the Campaign Trail ´72, sem fjallar um Nixon og kosningabaráttu hans, en Karl Th. segir hana láta pistil Braga líta út fyrir „sunnudagsskólasögur.“

 

Páll Magnússon svarar fyrir sig á Facebooksíðu Karls Th.

Hann segir:

„Hvað varst þú að lesa Kalli minn? Ég skrifaði tvær færslur um þetta mál; eina í gær og aðra í dag. Í hvorugri þeirra er að finna “froðufellingar“ eða “svívirðingarunur“. Ég sagði mína skoðun afdráttarlausa á þeim óhróðri sem ég tel pistil Braga Páls Sigurðarsonar vera og þeim ritstjórnarmistökum sem ég tel Stundina hafa gert með því að birta pistilinn. Eftir á að hyggja hefði ég þó ekki átt að nota hina útjöskuðu og jafnvel klisjukenndu myndlíkingu Jónasar Kristjánssonar um lágkúrulega blaðamennsku, svo hnyttin sem þótti þó þegar hún fyrst var sögð. Ég sé að orðnotkunin í þessari líkingu hefur sært suma sómakæra vini mína og það þykir mér leiðinlegt. Ég hefði átt að sleppa þessu eða nota eitthvað annað orð – t.d. botnfall. Og þetta með reiðina, jú það er rétt hjá þér, ég reiddist Helga Seljan haustið 2013 en verið ágætur síðan, takk fyrir. Ég þakka þér svo þessar ábyggilega vel meintu en yfirlætisfullu ráðleggingar um endurmenntun í blaðamennsku. Ég myndi þó seint ónáða þig Kalli minn ef ég teldi mig þurfa á slíku námskeiði að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“