fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Sjónvarpsstjóri segir upp fyrir oddvitasæti Samfylkingar

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilda Jana Gísladóttir

Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, hefur sagt upp stöðu sinni til að leiða lista Samfylkingarinnar í næstkomandi sveitastjórnarkosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu hennar.

 

„Ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir hönd Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á samfélaginu mínu og þar af leiðandi stjórnmálum, það er einmitt þess vegna sem ég heillaðist upphaflega af því að starfa í fjölmiðlum. Ástæða þess að ég vil taka þetta skref með Samfylkingunni er einfaldlega sú að sá flokkur hefur oftast hugmyndafræðilega verið mér næstur, þá ekki síst mikilvæg áhersla á jöfnuð í samfélaginu okkar. Á starfstíma mínum í fjölmiðlum hef ég lagt áherslu á hlutleysi í flokkapólitíkinni, þó svo að á N4 hafi sem betur fer grímulaus landsbyggðapólitík verið hluti af starfinu. Ég hef verið svo einstaklega heppin að fá að kynnast samfélaginu okkar frá ýmsum hliðum á þeim 18 árum sem ég hef starfað í fjölmiðlum á Akureyri og ég er viss um að sú reynsla og þekking geti nýst vel í bæjarmálunum, fái ég til þess umboð kjósenda. Ævintýralegt ferðalag mitt með N4 er því á enda og vil ég á þessum tímamótum þakka samstarfsfólki og viðmælendum stöðvarinnar fyrir einstaklega eftirminnilegan og lærdómsríkan tíma. Helst af öllu vil ég þó þakka áhorfendum um land allt samfylgdina, ótrúlegan stuðning og jákvæðni í gegnum árin.“

 

Dagbjört Pálsdóttir bæjarfulltrúi er í öðru sæti, Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi er í þriðja sæti. Listinn var samþykktur einróma á aðalfundi Samfylkingarfélagsins á Akureyri í gærkvöld, samkvæmt tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump