Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur með áhugaverða nálgun á stóra pistlamálið, það er pistil Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Páll Magnússon gagnrýndi skrif Braga harðlega í gær og kallaði Braga endaþarm íslenskrar blaðamennsku.
Í morgun skrifaði Páll síðan aftur um málið, hvar hann skoraði á Stundina að hætta að verja „þennan ósóma.“
Björn Leví kemur með athyglisverða nálgun á málið líkt og fyrr sagði, en hann skrifaði stöðuuppfærslu um að hann vildi lesa pistil sem Bragi Páll skrifaði um aðalfund Pírata og vísaði til alvöruaðhalds.
Bragi Páll skrifaði einmitt pistil um kosningavöku Pírata árið 2016, sem nefnist Píratakosningapartí og Hefnd Nördanna.