fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. mars 2018 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.      Samsett mynd/DV

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vísar þessum ummælum Sigurðar á bug í samtali við Eyjuna:

 

„Ég hef heyrt þessa möntru áður. Það er rétt að vextir eru háir. En það er erfitt að segja að laun séu of há ef vextir og skattar eru of háir líka, því við þurfum hærri laun til að lifa af. Ef framleiðnin stendur undir bónusum, kaupréttum og ofurlaunum æðstu stjórnenda fyrirtækja hlýtur hún að standa undir launakostnaði þeirra sem sannarlega eru að vinna störfin og skapa verðmætin á bakvið sjálftökuna. Ef menn hafa svona stórkostlegar áhyggjur af þessu ættu þeir að byrja á því að sýna gott fordæmi í að taka sinn hlut af byrðum stöðuleikans með betra siðferði því við erum ekki að sjá að framleiðnin standi ekki undir launakostnaði. Og ég spyr einnig, hvort fyrirtæki hafi einhvern tilverurétt, sem geta ekki borgað fólki mannsæmandi laun ?“

 

Samkvæmt rannsóknum VR á samanburði kaupmáttar meðallauna á Íslandi við aðrar Evrópuþjóðir, kemur Ísland ekki nógu vel út að sögn Ragnars:

 

„Við höfum verið að skoða þetta og bera saman við löndin í kringum okkur. Ef við tökum nokkrar höfuðborgir Evrópu má sjá að kaupmáttur meðallauna er víða hærri en á Íslandi. Til dæmis er kaupmáttur meðallauna á Íslandi 9% lægri en í Osló, 36% lægri en í Zurich í Sviss og um 21% í Kaupmannahöfn. Þetta skýrist auðvitað að miklu leyti af háu leiguverði, sköttum og vöxtum hér á landi. Ef við ætlum að vinda ofan af þessu þarf að fara í það að leiðrétta kjör lágra- og millitekjuhópa í þjóðfélaginu.“

 

Ragnar Þór segir mikilvægt að sátt náist milli verkalýðshreyfingarinnar, aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hinsvegar sé það ekki verkalýðshreyfingin sem sé að rjúfa þá  sátt:

 

„Við erum að reyna að vinna með stjórnvöldum og fyrirtækjum í að komast að lausn. Það skiptir auðvitað máli að fyrirtækjum gangi vel. Það skiptir líka máli að fólkinu líði vel og gangi vel. Og til þess þarf einhverja sátt. Við erum ekki að rjúfa neina sátt eða fara yfir strikið í þeim efnum, heldur eru það eru fyrirtækin. Það eru stjórnendur fyrirtækja og lobbýistar sem eru að verja þessa sjálftöku og það eru stjórnvöld að gera í gegnum Kjararáð.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“