fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. mars 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi. Heldur ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitningu og ótrúlega rætni:

 

„Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“

Páll tiltekur síðan nokkrar málsgreinar Braga sem fara fyrir brjóstið á sér:

„Á rölti mínu í gegnum salinn rak ég augun í Benedikt Sveinsson, pabba Bjarna. Einhverra hluta vegna datt mér í hug að það eitt það sniðugasta sem þú getur gert sem barnaníðingur á Íslandi er líklega að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þannig tryggir þú að ef upp kemst um ofbeldi þitt gagnvart börnum áttu meiri líkur á uppreistri æru. En bara hinir praktískustu pedófílar hafa látið sér detta þetta í hug. Þar sem ég sat þarna umkringdur fólki velti ég því ósjálfrátt fyrir mér hversu hátt hlutfall landsfundargesta í hringum mig væru barnaníðingar. Fékk smá hroll. Sá nokkra gesti sem höfðu tekið börnin sín

Einnig:

„Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“.

Og loks:

„… eftir að ljóstrað var upp um að Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig verið í samstarfi við barnaníðinga um allt land um að hreinsa mannorð þeirra“.

 

UPPFÆRT

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir í athugasemdarkerfi Páls:

 „@Páll Magnússon Bragi Páll er sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti af fastri ritstjórn Stundarinnar, og fékk fullt frelsi til að skrifa sína ádeilu um landsfundinn. Það að þingmaður uppnefni hóp endaþarm er sannarlega sorglegt fordæmi. Ritstjórn Stundarinnar hlaut meðal annars blaðamannaverðlaun ársins 2017 á dögunum. Háðsk pistlaskrif lúta öðrum lögmálum en ritstjórnarskrif og best að taka þeim af yfirvegun og takmarkaðri alvöru.“

Páll svarar:

„Sá Braga Pál titlaðan blaðamann Stundarinnar einhversstaðar á netinu. Gott að svo er ekki. Það breytir því þó ekki að Stundin birti þennan viðbjóð og skal hirða skömmina fyrir það. Þetta voru nefnilega ekki “háðsk pistlaskrif” heldur hreinn óþverri. Hugleiddu muninn á þessu tvennu Jón Trausti – og svo skaltu biðjast afsökunar.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?