fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Elísabet Brynjarsdóttir nýr formaður Stúdentaráðs

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. mars 2018 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Brynjarsdóttir

Elísabet Brynjarsdóttir var í kvöld kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á skiptafundi ráðsins.

Elísabet útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum og hefur starfað sem teymisstjóri hjá heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið ár. Elísabet er formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags háskólanema, sem stofnað var árið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands og hefur gegnt hlutverki oddvita Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, samhliða því. Röskva vann meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs í febrúar síðastliðnum.

Elísabet hefur setið í SHÍ síðastliðin tvö starfsár og lætur nú af störfum sem formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem er eitt af fimm sviðsráðum fræðasviðanna Háskólans sem saman mynda SHÍ.

Elísabet segist spennt að takast á við þau stóru verkefni framundan í hagsmunabaráttu stúdenta og nefnir sérstaklega húsnæðismál stúdenta, nýtt lánasjóðsfrumvarp og bætta geðheilbrigðisþjónustu við nemendur Háskóla Íslands.

Á skiptafundi voru einnig kjörnir eftirfarandi fulltrúar á Réttindaskrifstofu SHÍ:

Varaformaður: Sonja Sigríður Jónsdóttir

Hagsmunafulltrúi: Pétur Geir Steinsson

Lánasjóðsfulltrúi: Elísa Björg Grímsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“