fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Staksteinar býsnast  yfir Borgarlínubásabjór: „Kosningaáróður“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Staksteina hefur hingað til ekki verið hrifinn af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, er nefnast „Borgin, básinn og Borgarlínubjórinn,“ býsnast höfundur yfir básnum sem Reykjavíkurborg hélt úti á sýningunni Verk og Vit í Laugardalshöllinni um liðna helgi. Er hann sagður kosningaáróður:

Reykjavíkurborg er stórskuldug og borgarbúar greiða hæsta leyfilega útsvar. Og Reykjavíkurborg hefur ekki burði til að veita skammlausa grunnþjónustu. Eitt sem til dæmis hefur vakið athygli er að borgin þrífur ekki göturnar og afleiðingarnar eru að mengun í Reykjavík er langt yfir öllum viðmiðunarmörkum.

Á sama tíma gerist það að Reykjavík, eitt sveitarfélaga, tekur þátt í sýningunni Verk og vit og býður þar upp á bás sem kostaði 12.834.000 krónur, ef marka má kostnaðaráætlun. Þetta mátti lesa í svari borgarstjórnarmeirihlutans í borgarráði í gær við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem var svohljóðandi:

„Hver var kostnaður við bás Reykjavíkurborgar á sýningunni Verk og vit annars vegar og hver var kostnaðurinn við bjórinn sem boðið var upp á og var sérmerktur Borgarlínunni?“

Í svarinu segir einnig að tilgangurinn með þátttöku borgarinnar hafi verið „að miðla þeim upplýsingum sem borgin hefur yfir alla þá uppbyggingu sem nú á sér stað innan borgarinnar. Þá var tækifærið notað til að kynna sameiginlegt samgönguverkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínuna“.

Og auðvitað þurfti Borgarlínubjór til þess. En er réttlætanlegt að Samfylkingin láti borgina borga kosningaáróður sinn með þessum hætti?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti