fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Ljósmæður eru langþreyttar á skilningsleysi og tómlæti ríkisvaldsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 16. mars 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum Ljósmæðrafélags Íslands (LMFÍ) við ríkið sem nú hafa staðið í rúmlega hálft ár. Frá upphafi hefur meginkrafa félagsins verið sú að menntun og ábyrgð ljósmæðra í starfi sé metin til launa og að laun ljósmæðra fylgi almennri launaþróun í landinu. Ljósmóðurstarfið krefst 6 ára háskólanáms en að loknu sérnámi eru ljósmæðrum boðin lægri laun en standa hjúkrunarfræðingum til boða sem hafa 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun og viðbótarstarfsréttindi skila því lægri launum. Að auki hafa laun ljósmæðra ekki fylgt almennri launaþróun á undanförnum misserum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðbrögð ríkisvaldsins við þessari eðlilegu og sjálfsögðu kröfu ljósmæðra hafa einkennst af skilningsleysi og tómlæti. Svo virðist sem ríkið vilji tefla í tvísýnu lífsnauðsynlegri þjónustu við fæðandi konur og börn þeirra. LMFÍ átelur harðlega skilnings- og ábyrgðarleysi ríkisins sem í hálft ár hefur ekki sýnt neina tilburði til þess að semja við LMFÍ.

 

Óhóflegt álag og nýliðunarvandi

Ljósmæður starfa nær allar í vaktavinnu og vinnuálag er gríðarlegt. Álagið hefur mjög neikvæð áhrif á heilsu margra ljósmæðra og sumar hafa neyðst til að hætta störfum vegna þess.

Um þessar mundir eru 275 ljósmæður starfandi á Íslandi. Þar af eru 83 á sjötugsaldri. Einungis 17 ljósmæður eru á aldrinum 28 til 35 ára og aðeins ein undir þrítugu. Um þriðjungur ljósmæðra kemst á eftirlaunaaldur á næstu 10 árum. Því er ljóst að við blasir alvarlegur nýliðunarvandi í stéttinni.

Til að taka á þessum vanda þarf að leiðrétta launakjör ljósmæðra og virða þá sjálfsögðu kröfu að laun hækki við viðbótarmenntun en lækki ekki eins og nú er raunin. Þá þarf minnka vinnuskyldu ljósmæðra í fullu starfi og færa hana til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Síðast en ekki síst þurfa heilbrigðisyfirvöld og yfirvöld menntamála að grípa til markvissra aðgerða til að fjölga ljósmæðrum svo takast megi að fylla skörð þeirra ljósmæðra sem láta munu af störfum á næstu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?