fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Bretar beita hryðjuverkalöggjöfinni gegn hægri sinnuðum aktívistum: Sett í varðhald og rekin úr landi

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lauren Southern

Ung kona að nafni Lauren Southern, hægri sinnaður rithöfundur og aðgerðasinni frá Kanada, var stöðvuð af landamæravörðum í franska bænum Calais við Ermasund, er hún ætlaði til Englands. Þetta gerðist á mánudagsmorgun og kemur í kjölfar svipaðra aðgerða breskra yfirvalda gegn tveimur ungum skoðanasystkinum Lauren rétt fyrir síðustu helgi. Greint er frá málinu í Evening Standard  og fjölmörgum öðrum fjölmiðlum. Á Wikipediasíðu Lauren og víða annars staðar kemur fram að ástæðan fyrir ferðabanninu sé sú að Lauren er sökuð um rasíska hegðun er hún dreifði miðum með áletruninni „Múhammeð var hommi“ í borginni Luton fyrir skömmu.

 

Enn fremur var Lauren kyrrsett á staðnum í nokkrar klukkustundir og hún yfirheyrð á grundvelli breskra hryðjuverkalaga. Eftir eina klukkustund fékk Lauren að hafa samband við lögmann og föður sinn. Í viðtali við breska aðgerðasinnann Tommy Robinson  sem Eyjan hefur áður fjallað um spilar Lauren upptöku af símtali lögreglunnar til föður síns þar sem kemur fram að þeir telji alls ekki að hún sé líkleg til að fremja hryðjuverk þó að henni sé haldið fanginni á grundvelli hryðjuverkalaga.

Í varðhaldi í þrjá daga og rekin úr landi vegna fyrirhugaðrar ræðu á Speakers Corner
Lauren Southern er aðeins 22 ára gömul en hefur vakið mikla athygli fyrir málflutning sinn og
framgöngu. Hún á sér marga fylgjendur á Twitter og Youtube en mörgum þykja skoðanir hennar vera
öfgafullar. Hörð gagnrýni á Íslam og andúð á flóttamönnum og innflytjendum er áberandi í
málflutningi hennar. Stúlkan hefur hins vegar aldrei verið bendluð við hryðjuverk eða annað ofbeldi.

Vinirnir og skoðanasystkinin, Austurríkismaðurinn Martin Sellner og Brittany Pettibone frá
Bandaríkjunum, voru stöðvuð á Heathrow-flugvelli rétt fyrir síðustu helgi og meinað að fara til
London. Var þeim haldið í varðhaldi í fangabúðum fyrir ólöglega hælisleitendur og aðra óvelkomna
gesti í þrjá daga og síðan vísað úr landi.

Martin Sellner

Martin og Brittany eru kærustupar og bæði mjög ung. Martin er fæddur árið 1989 og er stofnandi hinnar svokölluðu Identitarär-hreyfingar í Austurríki, en það er þjóðernishreyfing fyrir ungt fólk þar sem lögð er áhersla á þjóðleg gildi, amast við miklum fjölda innflytjenda og gildi Íslams gagnrýnd.
Hreyfingin virðist mjög friðsöm og meðlimirnir kurteisir en hún hefur samt vakið tortryggni margra fyrir yfirbragð sem þykir minni óþægilega á gömlu þýsku nasistahreyfinguna, varðandi búninga, fána
og fleira.

 

Brittany Pettibone

Brittany Pettibone er fædd 1992 og er höfundur unglingabóka en er þekktari sem bloggari og áróðurskona fyrir þjóðernissjónarmiðum og áróður gegn Íslam. Hún hefur verið bendluð við dreifingu á furðufréttum og fáránlegum samsæriskenningum. Erindi Martins var að halda ræðu um tjáningarfrelsi á hinu fræga Speaker´s Corner í Hyde Park í London, þar sem afar löng hefð hefur skapast fyrir ræðuhöldum og rökræðum. Martin var tjáð að ræða hans gæti valdi ófriði en fullvíst er talið að múslimar og vinstri sinnaðir aðgerðahópa myndu bregðast við ræðuhöldum hans með ólátum.

 

Erindi Brittany Pettibone var að taka viðtal við hinn margnefnda Tommy Robinson. Var henni tjáð að það væri ástæðan fyrir því að henni yrði ekki hleypt í landið, þar sem Tommy Robinson væri öfgamaður sem dreifi hatursáróðri. Þetta er nokkuð sérkennilegt því þó að Robinson sé umdeildur hefur aldrei þótt vera glæpsamlegt að taka við hann viðtal og hefur hann margoft verið í viðtölum við helstu fjölmiðla Bretlands.

Sjá frétt um málið.

Spurð hvað henni fyndist um að keyra á bíl inn í hóp múslíma
Víkjum aftur að aðgerðunum gegn Lauren Southern en hún var yfirheyrð á grundvelli sértækra
hryðjuverkalaga þó að þeir sem yfirheyrðu hana viðurkenndu að þeir teldu hana ekki vera
hryðjuverkamann. Þetta fól meðal annars í sér að hún þurfti að svara stöðluðum spurningalista og var
ein spurningin á þá leið hvað henni þætti um það að aka bíl inn í hóp af múslímum. Varð Lauren mjög
undrandi yfir spurningunni en sagði að vitanlega fyndist henni slíkur verknaður hryllilegur.
Þó að spurningin hljómi einkennilega hefur hún vísun í nýlega atburði.

Fyrir skömmu var Darren Osborne, 48 ára gamall Breti, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að aka inn í hóp manna sem voru að koma frá guðsþjónustu úr Finsbury moskunni í London en glæpinn framdi hann síðasta sumar.
Darren Osborne var með múslíma og Íslam á heilanum og það kom fram í réttarhöldunum að rétt áður en hann drýgði ódæðið hafði hann horft á ógrynni af áróðursefni frá Tommy Robinson, aðallega myndbönd þar sem Tommy gagnrýnir íslamska öfgahyggju á Bretlandi, meinta íslamsvæðingu Bretlands, hryðjuverk og kynferðisbrot múslima gegn breskum unglingsstúlkum. Yfirvöld virðast líta svo á að Tommy hafi óbeint verið valdur að ódæðinu með áróðursefni sínu. En þá ber að hafa í huga að Darren hofði líka á heimildarmynd BBC um kynferðisbrot íslamskra gengja gegn unglingsstúlkum rétt áður en hann lét til skarar skríða fyrir utan Finsbury moskuna og engum dettur í hug að halda því fram að BBC hvetji til hryðjuverka.

Ráðist gegn „mýkri“ þjóðernissinnum
Talsmaður samtakanna Hope Not Hate, sem berjast gegn rasisma, segir í viðtali við BBC
að þessar aðgerðir yfirvalda séu til marks um að þau séu að ráðast gegn „mýkri“ aðilum en áður. Síðastliðin tvö til þrjú ár hafi yfirvöld tekið mjög harða afstöðu gegn nýnasistum og fólki sem afneitar helförinni og meinað mörgum slíkum að koma til Bretlands. Hins vegar sé það nýtt að gripið sé til svo harkalegra aðgerða gegn „mýkra“ fólki í hópi þeirra sem eru lengst til hægri. Sem nærri má geta eru þessar aðgerðir umdeildar. Sumir segja þær vera gott merki um að bresk yfirvöld séu á varðbergi gagnvart uppgangi öfgahyggju á hægri kantinum. Aðrir telja þetta vera freklegt brot á tjáningarfrelsi og jafnvel til marks um að íslamistar og öfgasinnuð samtök vinstri sinna séu komin til aukinna áhrifa í valdakerfinu.

Ágúst Borgþór Sverrisson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum