fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Vísindin spöruðu Orkuveitunni 13 milljarða

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknar- og þróunarverkefni í loftslags- og loftgæðamálum við Hellisheiðarvirkjun hafa hlotið alþjóðlega styrki að fjárhæð um þriggja milljarða króna. Þar af hafa um 250 milljónir runnið beint til vísindastarfs OR en vinna vísindafólksins hefur sparað fyrirtækinu um 13 milljarða króna. Þetta kemur fram í upphafserindi Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísindadegi OR, sem er í Hörpu í dag og hefst klukkan 9:00.

Hér er tengill á beina útsendingu frá Vísindadeginum.

CarbFix verkefnið

CarbFix er heiti verkefnis sem hófst fyrir rúmum áratug við Hellisheiðarvirkjun. Það felst í að fanga koltvíoxíð úr jarðgufunni sem nýtt er í virkjuninni, blanda það vatni og binda sem steintegund djúpt í iðrum Hellisheiðar. Verkefnið á sér samsvörun í fjölda vísindaverkefna víða um heim sem ganga út á að binda gróðurhúsalofttegundina en hefur þá sérstöðu að aðferðin er ódýrari en aðrar og bindur koltvíoxíð skjótar og með miklu varanlegri hætti en algengast er.

OR hefur leitt verkefnið frá upphafi og verkefnisstjóri þess er dr. Edda Sif Pind Aradóttir, starfandi framkvæmdastjóri Þróunar OR. Að því hafa komið vísindamenn frá fjölda landa og vísindaráð þess hefur frá upphafi leitt dr. Sigurður Reynir Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands, sem á dögunum hlaut æðstu viðurkenningu samtaka bandarískra jarðefnafræðinga.

Ríkulega styrkt úr samkeppnissjóðum

Verkefnið hefur þótt svo brautryðjandi að aðstandendur þess hafa hlotið fjölda styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum og þar hefur Evrópusambandið verið einna veitulast. Í upphafserindi Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, á Vísindadegi fyrirtækisins í dag kemur fram að samanlagðir styrkir til allra þátttakenda í verkefninu nema nú um 25 milljónum evra. Þar af hafa um tvær milljónir evra komið í hlut OR. Það svarar til um 250 milljóna króna.

Sama aðferð dugði á brennisteininn

Kolefnisbindingin í CarbFix verkefninu leiddi af sér aukaafurð þegar Orkuveita Reykjavíkur þurfti að mæta kröfum um minnkaðan útblástur brennisteinsvetnis frá jarðhitanýtingunni. Vísindafólkið þróaði þá samsvarandi aðferð, kölluð SulFix, fyrir brennisteinsvetni. Á árinu 2017 voru um tveir þriðju hlutar alls brennisteinsvetnis í jarðgufunni sem í gegnum virkjunina fór bundinn sem grjót djúpt í jörðu með sama hætti og koltvíoxíðið. Þessa hafa sést skýr merki í loftgæðamælingum.

Milljarða sparnaður

Að binda jarðhitaloft sem grjót hefur sparað OR verulegar fjárhæðir. Kostnaðarmat sýnir að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu kostað að núvirði um 14 milljarða króna. SulFix-aðferðin kostar 1,2 milljarða. Mismunurinn, sparnaður OR af því að vísindafólk fyrirtækisins í samstarfi við aðra þróaði þessa byltingarkenndu aðferð, nemur því tæpum 13 milljörðum króna að núvirði.

Vísindadagur OR

Vísindadagur OR er haldinn 14. mars ár hvert. Sá dagur er haldinn í heiðri sem pí-dagurinn en dagsetningin er víða skrifuð 3.14, sem er hlutfallið milli ummáls hrings og þvermáls hans. Í ár fer Vísindadagur OR fram í Hörpu. Dagskráin hefst klukkan níu og flutt verða erindi af margvíslegum toga um vísinda-, þróunar- og nýsköpunarstarf hjá OR og dótturfyrirtækjunum allt til um klukkan fjögur síðdegis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“