fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Nýtt meistaranám á Vestfjörðum

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. mars 2018 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný námsleið á meistarastigi, Sjávarbyggðafræði, hefur göngu sína við Háskólasetur Vestfjarða næsta haust og hefur fjármögnun þess efnis verið tryggð. Gert er ráð fyrir að um 20 nemendur innritist árlega.

Sjávarbyggðafræði er þverfræðilegt nám sem byggir á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði, landfræði og skipulagsfræði. Námið er fyrsta sérhæfða námsleiðin í byggðafræði sem boðið er upp á hér á landi og samanstendur af 75 ECTS námskeiðum og 45 ECTS lokaverkefni. Hún var ein af tillögum starfshóps forsætisráðherra um aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var árið 2016. Öll kennsla fer fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði en nemendur eru formlega skráðir í Háskólann á Akureyri og útskrifast þaðan.

Háskólasetur Vestfjarða starfrækir einnig þverfræðilegt meistaranám í umhverfis- og auðlindastjórnun með áherslu á hafið og ströndina í samstarfi við Háskólann á Akureyri en yfir 100 nemendur hafa útskrifast úr því námi frá árinu 2008. Báðar námsleiðirnar eru alþjóðlegar og kenndar á ensku en áhersla er lögð á að nýta sérstöðu Vestfjarða m.t.t. nálægðar við hafið og strandbyggðirnar.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tryggt fjármögnun fyrsta eina og hálfa árið með 15 milljón króna framlagi svo unnt verði að hefja innritun nemenda á haustönn 2018. Auk þess hafa framlög verið tryggð úr Sóknaráætlun Vestfjarða sem og framlag frá Háskólasetrinu sjálfu. Á grundvelli framgangs námsleiðarinnar mun ráðuneytið taka ákvörðun um frekari fjármögnun námsins til lengri tíma.  

,,Ég legg áherslu á að styðja við menntun, vísinda- og rannsóknarstarf um allt land og þetta er liður í því. Það eru sóknartækifæri í að byggja upp þekkingarstarfsemi vítt og breitt um landið sem tekur mið af sérstöðu hvers landsvæðis fyrir sig. Þessi nýja námsleið er einmitt gott dæmi um hvernig samspil vestfirskra staðarhátta eru nýttir í kennslu til þess að byggja upp verðmæta þekkingarstarfsemi á svæðinu,“

sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“