fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Segir Björn Leví vera „niðursetning“ á „sokkaleistunum“ með „fyrirspurnaræði“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir sjónarmið Staksteina Morgunblaðsins í dag, um „fyrirspurnaræði“ stjórnarandstæðinga á Facebooksíðu sinni. Þar segir Brynjar:

 

„Staksteinar Moggans hittir oft naglann á höfuðið. Fróðlegt væri að vita hver heldur þar á penna. Hann gerði að umtalsefni í morgun fyrirspurnaæði þeirra stjórnarandstæðinga sem vinna hörðum höndum við að auka traust þingsins með upphrópunum um spillingu, glæpi og óheiðarleika pólitískra andstæðinga sinna og embættismanna. Magn og eðli fyrirspurna er orðið slíkt að stjórnsýslan er við það að lamast. Benda má fyrirspurnamönnum á að flestar þessar upplýsingar geta menn aflað sjálfir eða gegnum upplýsingaþjónustu þingsins. Svo má einnig benda þeim á að endurgreiðsla vegna aksturs þingmanna eru smápeningar miðað við að halda rándýrum embættismönnum uppteknum í óþarfa snatti. Þar að auki sinna þeir ekki mikilvægum störfum á meðan.“

 

Píratar hafa verið duglegastir þingmanna með fyrirspurnir á þingi, líkt og Eyjan benti á fyrir skömmu. Þar er Björn Leví Gunnarsson fremstur í flokki, með 57 mál og ljóst að Brynjar beinir skotum sínum til hans.

Brynjar talar síðan í gamansömum tón um niðursetninga á Alþingi, sem fara á sokkaleistunum í ræðustól:

 

„Að því að ég veit að fyrirspurnamönnunum er umhugað um að auka virðingu þingsins þá vil ég benda þeim á að það gerist ekki meðan þingmenn klæðast eins og niðursetningar í þingsal og fara á sokkaleistunum í ræðustól þingsins. Þótt ég sé ekki mikið fyrir boð og bönn í þeim efnum, hvað þá þekktur fyrir glæstan klæðaburð, þá set ég mörkin við að koma á nærbuxum einum fata í ræðustólinn.“

 

Í samtali við Eyjuna gekkst Björn Leví við því að vera hinn svokallaði „niðursetningur“ sem færi á sokkaleistunum í pontu:

„Þetta fer víst voðalega fyrir brjóstið á einhverjum, mér finnst það mjög fyndið. Ég var spurður hvort ég vildi ekki vera í skóm, en svaraði því neitandi. Það er gerð krafa um að við þingmenn eigum að vera í jakka. Þar sem mér verður iðulega mjög heitt þegar ég klæðist jakka, þá bregð ég á það ráð að fara úr skónum, þá verður það svona bærilegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“