Þetta kemur ekki á óvart. Stór hluti ungs fólks vill frekar ensku en íslensku. Verandi faðir drengs á grunnskólaaldri hef ég undanfarin ár tekið eftir því að krökkunum finnst ekki bara flottara að nota ensku, þeim finnst eðlilegra að gera það.
Og skýringin á þessu er alls ekki flókin, þetta tengist notkun á snjallsímum og samskiptamiðlum, tölvuleikjum, og efnisveitum eins og Netflix og YouTube. Í þessu umhverfi notar fólk miklu meiri ensku en íslensku.
Íslenskan í mestu erfiðleikum með að standast þessa holskeflu nýrrar tækni. Hún þykir bæði hallærisleg og úrelt – og tilfinning margra ungmenna er að það sé tímasóun að læra hana í hnattvæddum tækniheimi. Þau upplifa ekki að hún veiti aðgang í veröldina sem þau hafa vanist á að dvelja í.