fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Samfylking og Píratar vilja rannsókn á Fiskistofu vegna aflabrottkasts

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir

Í gær lagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fram skýrslubeiðni þar sem kallað er eftir því að Ríkisendurskoðun leggi mat á starfsemi Fiskistofu og hvort stofnunin nái að sinna lögbundnu hlutverki sínu.  Flutningsmenn  skýrslubeiðninnar eru ásamt Oddnýju, þingmenn Samfylkingarinnar og þrír þingmenn Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson.

 Þann 21. nóvember síðast liðinn komu fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV ábendingar um að Fiskistofu tækist ekki að uppfylla skyldur sínar lögum samkvæmt, en stofnunin sinnir m.a. eftirliti með fiskveiðum. Fullyrt hefur verið að fyrir liggi vísbendingar um brot a.m.k. gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, sem feli í sér annars vegar brottkast afla og hins vegar ranga vigtun afla. Einnig kom fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem fer með málefni sjávarútvegs, ætti að vera kunnugt um framangreint.

Í skýrslunni skulu koma fram svör við eftirfarandi spurningum:

  1. Mat á árangri af eftirlitshlutverki Fiskistofu þar sem skoðað verði sérstaklega:
    1. Hvernig staðið hefur verið að eftirliti með vigtun á afla undanfarin 5 ár

og rannsókn og eftirfylgni brotamála.

    1. Hvernig staðið hefur verið að eftirliti með brottkasti afla undanfarin 5 ár

og   rannsókn og eftirfylgni brotamála.

  1. Hvernig brugðist sé við upplýsingum um brot og hvort ákveðnum vinnureglum sé fylgt um rannsókn og eftirfylgni mála.
  2. Hvernig fjárveitingar til stofnunarinnar hafi þróast undanfarin 10 ár og hver hafi

verið fjöldi starfsmanna á sama tímabili greindur eftir starfsheitum.

  1. Stuðningur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við starfsemi Fiskistofu og viðbrögð ráðuneytisins við athugasemdum um galla á lögum og reglugerðum sem torveldað gætu eftirlit Fiskistofu.
  2. Hvaða áhrif brottkast og röng vigtun hafi á upplýsingar um hversu stór hluti auðlindarinnar er í raun nýttur.
  3. Hvaða áhrif röng vigtun sjávarafla hafa á laun sjómanna og tekjur hafna.
  4. Ábendingar Ríkisendurskoðunar um til hvaða aðgerða þurfi að grípa þannig að Fiskistofa megi sem best sinna hlutverki sínu með eftirliti sem stuðlar að sjálfbærum og ábyrgum fiskveiðum. 

    Skýrslunni verði skilað til Alþingis fyrir 1. júní 2018.

Flutningsmenn telja brýnt að gerð verði úttekt á málinu enda verður að telja brot á þessu sviði mjög alvarleg. Ekki verði við það unað að til séu hvatar í kerfinu til að fara fram hjá reglum, sérstaklega ekki fyrir fiskveiðiþjóð sem stæri sig af ábyrgum og sjálfbærum veiðum.

Skýrslubeiðnina má lesa í heild sinni hér: http://www.althingi.is/altext/148/s/0461.html

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum