fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Morgunblaðið um vantrauststillöguna: „Ömurleg uppákoma“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Höfundur leiðara Morgunblaðsins var ekki par hrifinn af uppákomuni á Alþingi í gær, þegar Píratar og Samfylking báru upp vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Kallar skrifari þann gjörning „ömurlega uppákomu“  og „leikrit“:

„Í gær fékk almenningur að horfa á heldur ömurlega uppákomu á Alþingi undir forystu Pírata og Samfylkingar. Flokkarnir báru upp tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra en í umræðunum kom glöggt fram að ekkert tilefni var til vantraustsins. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn af öðrum opinberaði það fyrir alþjóð að hann var aðeins þátttakandi í leikriti sem gekk út á að reyna að valda óróa í ríkisstjórninni og hafði ekkert með störf dómsmálaráðherra að gera. Enda kom fram að ekkert sem máli skipti hafði gerst frá því að þingið í fyrra samþykkti tillögu ráðherra um skipan Landsréttar og að allar upplýsingar sem gátu haft áhrif á þá afgreiðslu lágu fyrir á þeim tíma,“

segir skrifari. Hann segir uppákomuna ekki vel til þess fallna að auka traust og virðingu Alþingis:

„Það kom líka mjög vel fram við atkvæðagreiðsluna að þingmenn stjórnarandstöðunnar voru að kjósa um allt annað en fyrirliggjandi tillögu og sumir þeirra sögðu það berum orðum. Einn sýndi þó virðingarvert sjálfstæði og kaus að elta ekki Pírata og Samfylkingu. Þingmenn tala gjarnan um mikilvægi þess að auka virðingu og traust Alþingis. Það er æskilegt markmið, en óhætt er að fullyrða að það hafi ekki náðst með vanhugsaðri og illa rökstuddri tillögu gærdagsins.“

 

Vantrauststillagan var felld, 33-29, einn sat hjá, Bergþór Ólason, Miðflokki.

Hinir svokölluðu „villikettir“ VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, kusu með tillögunni og sagði Katrín Jakobsdóttir við RÚV að það væru vonbrigði:

„Það eru mér vonbrigði að þau hafi valið að gera það í ljósi þess að á sínum tíma, þegar við fórum inn í ríkisstjórnarsamstarfið, að þá bókaði þingflokkur Vinstri grænna að hann lýsti sig fylgjandi því að fylgja félagslegri niðurstöðu flokksráðsfundar þar sem við ákváðum að fara inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Katrín. „Á þeim tíma var auðvitað héraðsdómur fallinn, fyrir utan okkar málflutning í málinu, þannig að stóru atriðin máttu öllum vera ljós á þeim tíma.“

 

Þá sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra það lágkúrulegt af Viðreisn að hafa stutt tillöguna um vantraust, í ljósi þess að flokkurinn studdi Sigríði á síðasta ári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu