fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Vantraust reynir verulega á ríkisstjórnina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. mars 2018 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra reyndist miklu erfiðari raun fyrir ríkisstjórnina en sumir bjuggust við. Afgreiðslu málsins var flýtt, það var tilkynnt í fyrr í dag að tillagan yrði tekin fyrir nú seinnipartinn.

Það voru Samfylkingin og Píratar sem lögðu fram tillöguna, en það sætir tíðindum að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með vantraustinu, utan einn, Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Hann greiddi ekki atkvæði. Á endanum eru það 33 þingmenn sem greiddu atkvæði á móti vantraustinu en 29 voru með. Viðreisn greiddi líka atkvæði með vantraustinu, en flokkurinn sat í stjórn þegar skipun í Landsrétt var afgreidd á síðasta ári.

Fyrir Vinstri græn er þetta erfiðast. Þetta er að skaða þau allverulega. Þeir hafa lent í að verja mál sem þeir bera enga ábygð á og verður að segjast eins og er að málflutningur þeirra er frekar vandræðalegur miðað við forsöguna. Katrín Jakobsdóttir setur undir sig hausinn og álítur greinilega að ríkisstjórninni sé ekki fórnandi fyrir þetta mál. En það gerist nú að skerst í odda milli Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar og afgangsins af flokknum. Þau samþykktu ekki sáttmála ríkisstjórnarinnar – og eru nú komin í andstöðu við hana í þessu erfiða deilumáli. Menn hljóta að spyrja hver framtíð þeirra sé innan stjórnarliðsins – og VG?

En málinu er ekki lokið þrátt fyrir þessa naumu afgreiðslu innan þingsins. Næst á Hæstiréttur eftir að taka fyrir kæru Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns vegna hæfis Landsréttar. Í greinargerð Vilhjálms er meðal annars spurt þessara spurninga um landsréttardómarann Arnfríði Einarsdóttur:

1. Hvers vegna var dómsmálaráðherra svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara við Landsrétt?

2. Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir?

3. Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“