fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Nýtt áfengisfrumvarp – Vilja afnema einokunarsölu ríkisins

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Pírata, leggja fram frumvarp sem afnemur einokun ríkisins á sölu áfengis. Um endurnýjað frumvarp er að ræða, sem tæki mið af þeirri gagnrýni sem síðasta áfengisfrumvarp fékk, sem laut að því að áfengi yrði selt í matvörubúðum.

Í greinargerð frumvarpsins segir:

„Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. “

 

Þannig yrði ekki leyft að selja áfengi í búðum Hagkaups, Bónus eða Krónunnar. Því gætu Hagar til dæmis opnað sérstaka bjór eða viskíverslun, en hún yrði ekki leyfð innan veggja Bónuss eða Hagkaupa.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Þorsteinn Víglundsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Jón Þór Ólafsson, Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Vilhjálmur Árnason.

 

Nokkur umræða hefur skapast um málið á Facebook-síðu Þorsteins, við færslu hans um allt annað mál, nefnilega ítölsk stjórnmál og þjóðernispopúlisma.  Þar sýnist sitt hverjum. Nefnt er að ýmsir fagaðilar hafi lagst gegn síðasta áfengisfrumvarpi, þar á meðal Landlæknisembættið.

Þorsteinn svarar gagnrýninni á frumvarpið með þessum hætti:

 

„Það ætti ekki að koma á óvart að ég tali fyrir viðskiptafrelsi og afnámi einokunar á þessu sviði sem öðrum. Ég get ekki á nokkurn hátt keypt þau rök að ríkiseinokun sé lykilþáttur í forvarnarstefnu okkar. Á undanförnum þremur áratugum hefur áfengisverslunum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað úr þremur í tæpar 40. (50 á landsvísu) Þær eru nú í eða við allar helstu verslanamiðstöðvar svæðisins. Þá hefur vínveitingaleyfum fjölgað gríðarlega og nema nú um 1.200 talsins (þar treystum við einkaaðilum til að selja áfengi). Á sama tíma hefur stórlega dregið úr drykkju ungmenna vegna öflugs forvarnarstarfs og fræðslu. Þetta sýnir okkur að við getum hvort í senn aukið frelsi á þessu sviði og náð markmiðum okkar í lýðheilsu. Í mínum huga snýst stefna okkar hvað varðar áfengi og lýðheilsu um stefnu okkar í skattlagningu og framlag okkar og metnað í fræðslu og forvarnir. Ekki um ríkiseinokun í smásölu. Þá má benda á að ekkert hinna Norðurlandanna er með jafn fortakslaust bann við smásölu einkaaðila og við. Á hinum Norðurlöndunum er heimilt að selja áfengi undir tilteknum styrkleikamörkum í almennum verslunum og í Danmörku er þetta alveg frjálst. Á endanum er áfengi lögleg vara sem ástæðulaust er að banna einkaaðilum að selja. Frumvarpið gerir líka ráð fyrir að áfengissala verði áfram bundin við sérverslanir líkt og nú er.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka