fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Borgarstjórn og bankarnir mælast með minnsta traustið

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup nýtur bankakerfið minnsta trausts almennings af þeim stofnunum sem mældar eru eða 20 prósent.  Næst minnsta trausts nýtur borgarstjórn Reykjavíkur með 24 prósent, þá kemur fjármálaeftirlitið og loks Alþingi. Allar þessar stofnanir mælast þó með meira traust nú en í mælingum frá því í fyrra. Mesta traustsins nýtur Landhelgisgæslan.

 

 

Almenningur var spurður um traust sitt til ýmissa stofnana samfélagsins og
eru einhverjar breytingar á niðurstöðum frá því í fyrra. Traust til
þjóðkirkjunnar, lögreglunnar og dómskerfisins mælist lægra en í fyrra.
Traust til heilbrigðiskerfisins mælist hærra en í fyrra og það sama má segja
um þær fimm stofnanir sem mælast með minnst traust, sem eru
umboðsmaður skuldara, Alþingi, Fjármálaeftirlitið, borgarstjórn og
bankakerfið.

Sú stofnun sem flestir bera mikið traust til er eins og hingað til
Landhelgisgæslan en hátt í 91% þeirra sem taka afstöðu bera mikið traust
til hennar, sem er svipað hlutfall og síðustu ár.

Embætti forseta Íslands er í fyrsta skipti í öðru sæti en átta af hverjum tíu
bera mikið traust til þess. Hlutfallið er svipað og í fyrra en þá hafði það
hækkað mjög mikið frá árinu á undan, eða um 26 prósentustig.
Í þriðja sæti er lögreglan en hlutfall þeirra sem bera mikið traust til hennar
er rúmlega 77%. Hlutfallið er nokkuð lægra en í fyrra en þá hafði það
hækkað talsvert frá árinu á undan.

Næstu sex stofnanir eru í sömu röð og í fyrra. Slétt 74% bera mikið traust til
Háskóla Íslands, sem er svipað hlutfall og síðustu ár. Rúmlega 65% bera
mikið traust til heilbrigðiskerfisins, sem er örlítið hærra hlutfall en í fyrra.
Ríflega 52% bera mikið traust til umboðsmanns Alþingis, rúmlega 48% til
ríkissaksóknara og tæplega 47% til ríkissáttasemjara, sem eru svipuð
hlutföll og í fyrra.

Nær 36% bera svo mikið traust til dómskerfisins sem er nokkuð lægra hlutfall en í fyrra.
Rétt rúmlega 34% bera mikið traust til Seðlabankans en það er svipað hlutfall og í fyrra.
Þrír af hverjum tíu bera mikið traust til þjóðkirkjunnar en það er nokkuð lægra hlutfall
en í fyrra og fer hún niður um eitt sæti á listanum. Sama hlutfall ber mikið traust til
embættis umboðsmanns skuldara en það er nokkuð hærra en í fyrra.

Hlutfall þeirra sem bera mikið traust til næstu fjögurra stofnana á listanum er einnig nokkuð hærra en í fyrra en nokkurn veginn í sömu röð.

Tæplega 29% bera mikið traust til Alþingis, 28% til Fjármálaeftirlitsins, hátt í 24% til borgarstjórnar Reykjavíkur og tæplega fimmtungur til
bankakerfisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka