fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Segir landsfund Samfylkingarinnar hafa einkennst af „neikvæðni“ og „óvildar í garð annarra“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar um landsfund Samfylkingarinnar á heimasíðu sinni um helgina. Segir hann fundinn hafa einkennst af „neikvæðni“ og „óvild í garð annarra“ og ekki hafi komið á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra flokksins, hafi flutt skammarræðu í hátíðarávarpi sínu.

 

„Neikvæð afstaða Jóhönnu og Loga minnir á innreið Martins Schulz, fyrrverandi leiðtoga og kanslaraefnis þýskra Jafnaðarmanna (SPD). Hann ætlaði að koma, sjá og sigra í landi sínu. Þó leið ekki nema rétt ár þar til honum var varpað á dyr sem mesta fallista SPD frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Neikvæð barátta hans beindist gegn Angelu Merkel þar til hann neyddist til að setjast að stjórnarmyndunarborði með henni og hljóp síðan að lokum á sig með því að heimta að verða utanríkisráðherra í stjórn hennar. Það var kornið sem fyllti mælinn í hans eigin flokki. Í morgun (4. mars) voru úrslit í atkvæðagreiðslu um stjórnarsamstarf SPD við Merkel kynnt: 66% samþykktu það en 34% voru á móti.“

 

Þá nefnir Björn einnig þátt Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Dagur talaði um að andstæðingar Samfylkingarinnar skorti framtíðarsýn og væru fastir á 20. Öldinni, planið væri fortíðin. Björn snýr þessum orðum upp á Dag sjálfan:

 

„Þetta eru einmitt orðin sem notuð eru um flokka sem kenna sig við jafnaðarmennsku í Evrópu í upphafi 21. aldarinnar. Dagur B. er sjálfum sér samkvæmur í loftkastalasmíðinni, hún fellur vel að glærumyndasýningunni um að ekki sé húsnæðisskortur undir hans stjórn í Reykjavík.“

 

Þá segir Björn að Samfylkingin gefi Samgöngustofu afslátt á gagnrýni vegna hergagnamálsins, þar sem Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu, sé fyrrum borgarstjóri Samfylkingarinnar:

 

„Neikvæðnin á landsfundi Samfylkingarinnar var í anda vitlausu spurninga Loga formanns til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um vopnaflutninga með flugvélum Atlanta. Logi var með þaulundirbúnar spurningar til þess eins að koma höggi á Bjarna vegna máls sem aldrei hefur verið á hans borði. Það var hins vegar á borði samgöngustofustjóra Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra Samfylkingarinnar, eftir að Ingibjörg Sólrún hóf pólitíska eyðimerkurgöngu sína á alþingi. Hvernig halda menn að Samfylkingarfólkið léti væri Þórólfur ekki úr þess röðum? Hann reyndi eins og Logi að skella skuldinni ranglega á ríkisstjórnina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu