fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Eyjan

Minnsti viðskiptaafgangur í fimm ár

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 5. mars 2018 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningu Íslandsbanka var viðskiptaafgangur við útlönd á síðasta ári rétt um helmingur af afgangi ársins 2016. Ástæðan er stóraukinn vöruskiptahalli, fremur lítill vöxtur í þjónustuafgangi og talsvert óhagstæðara framlag þáttatekna og rekstrarframlaga milli ára. Erlend staða þjóðarbúsins hélt hins vegar áfram að batna á síðasta ári og var jákvæð um 7,5% af vergri landsframleiðslu (VLF) í árslok 2017. Hefur erlenda staðan ekki verið betri í nútíma hagsögu Íslands.

 

 

 

 

Samkvæmt nýlega birtum tölum Seðlabankans var 2,8 ma.kr. afgangur af viðskiptajöfnuði á síðasta fjórðungi ársins 2017. Er það minnsti viðskiptaafgangur frá fyrsta fjórðungi ársins 2014, en til samanburðar var viðskiptaafgangurinn á lokafjórðungi ársins 2016 rúmlega 43 ma.kr. Þegar lá fyrir að vöruskiptahalli nam rúmum 40 mö.kr. og afgangur af þjónustujöfnuði rúmum 53 mö.kr. á fjórðungnum. Jöfnuður frumþáttatekna og rekstrarframlög nettó voru hvort um sig óhagstæð um rúmlega 5 ma.kr. á tímabilinu. Hallinn á rekstrarframlögum var í takti við undanfarna ársfjórðunga, en neikvæðan jöfnuð frumþáttatekna má skrifa að stórum hluta á fremur há fjármagnsgjöld vegna beinnar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.

Minnsti viðskiptaafgangur í fimm ár

Alls nam viðskiptaafgangur árið 2017 rúmlega 93 mö.kr. Til samanburðar var afgangurinn tæpir 189 ma.kr. árið 2016 og skrapp hann því saman um helming á milli ára. Þetta er minnsti viðskiptaafgangur frá árinu 2012, ef horft er fram hjá áhrifum gömlu bankanna á reiknaðar þáttatekjur á árunum 2008 – 2015.

Líkt og við fjölluðum um í Korni sl. fimmtudag skrifast þessi þróun að miklu leyti á stóraukinn vöruskiptahalla milli ára. Halli á vöruskiptum fór úr tæpum 102 mö.kr. árið 2016 í 167 ma.kr. í fyrra, að stærstum hluta vegna mikils vaxtar í vöruinnflutningi. Þjónustujöfnuður var hagstæður um 272 ma.kr. á síðasta ári samanborið við 257 ma.kr. árið 2016, og skýrist aukinn afgangur þar af vexti í ferðaþjónustunni að mestu leyti. Loks fóru þáttatekjur nettó frá því að vera hagstæðar um ríflega 33 ma.kr. árið 2016 yfir í tæplega 12 ma.kr. halla á síðasta ári. Að stórum hluta skýrist sú breyting af minni fjármagnstekjum af beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis.

Þótt verulega hafi dregið úr viðskiptaafgangi í fyrra var hann þó talsverður í sögulegu tilliti, enda var viðskiptahalli nánast reglan í íslensku þjóðarbúi allt fram á þennan áratug. Samanlagður viðskiptaafgangur síðustu 5 ára nam 664 mö.kr., eða sem samsvarar 26% af áætlaðri VLF síðasta árs.

Enn vænkast erlenda staðan

Myndarlegur viðskiptaafgangur á stóran þátt í því að erlend staða þjóðarbúsins hefur batnað mikið undanfarin ár. Samkvæmt tölum Seðlabankans var hrein staða við útlönd jákvæð um 190 ma.kr., eða 7,5% af VLF, um síðustu áramót. Erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í nútíma hagsögu Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 3.092 mö.kr. en erlendar skuldir 2.902 mö.kr. Erlenda staðan batnaði á lokafjórðungi ársins um 63 ma.kr., bæði vegna hreinna fjármagnsviðskipta og vegna jákvæðra gengis- og verðbreytinga. Síðarnefndi liðurinn skýrist aðallega af ríflega 5% verðhækkun á erlendum verðbréfamörkuðum.

Í nýlegri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir  að áfram verði afgangur af viðskiptum við útlönd út áratuginn, þótt hann minnki nokkuð ár frá ári. Gangi það eftir mun erlenda staðan að öðru óbreyttu batna enn frekar á komandi árum. Þessi þróun er í senn gleðileg og mikilvæg breyting til batnaðar frá undanförnum áratugum, þar sem viðvarandi viðskiptahalli leiddi til neikvæðrar erlendrar stöðu, sem svo aftur varð til þess að hrein fjármagnsgjöld til útlanda voru að jafnaði nokkur dragbítur á viðskiptajöfnuðinn. Haldi fram sem horfir munu hreinar fjármagnstekjur í auknum mæli styðja við viðskiptajöfnuðinn þegar frá líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna

Orðið á götunni: Morgunblaðsmenn orðnir þreyttir á afskiptum ritstjórans aldna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta