fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Eyjan

Tómas Ellert leiðir Miðflokkinn í Árborg

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 4. mars 2018 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ellert Tómasson

Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, mun leiða lista Miðflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Tómas Ellert er fæddur 1970 og er byggingarverkfræðingur að mennt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.

Þar segir einnig:

Miðflokknum í Árborg er mikill fengur af því að fá Tómas Ellert til liðs við sig en hann er gjörkunnugur bæjarstjórnarmálum og starfaði hann sem varabæjarfulltrúi í Árborg 2010-2014 ásamt því að vera stjórnarformaður Leigubústaða Árborgar, varaformaður skipulags- og byggingarnefndar, í stjórn framkvæmda- og veitusviðs, formaður starfshóps Sveitarfélagsins Árborgar vegna uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir unglingalandsmót UMFÍ 2012 og landsmót UMFÍ 2013 og fulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar í samgöngunefnd SASS (Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga).

Tómas Ellert var kosningastjóri Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar s.l. haust, hann er jafnframt stofnandi og ritstjóri Forsíðufrétta, grasrótarvefmiðils Miðflokksins – www.forsidufrettir.net.

Mótum framtíðina saman í Árborg

Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Flokkur fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins. Miðflokkurinn er flokkur sem veitt getur stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en um leið verið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokkur sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.

Sveitarfélagið Árborg hefur margvíslegum skyldum og hlutverkum að gegna gagnvart íbúum sínum. Þær skyldur helstar eru bundnar í lög og einnig gegnir sveitarfélagið mikilvægu samfélagslegu hlutverki með því að sinna hagsmunagæslu fyrir íbúana. Sveitarfélagið Árborg, á sem langfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi að vera sú rödd sem heyrist hvað hæst í er kemur að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir íbúa svæðisins.

Miðflokkurinn í Árborg mun taka ofangreind meginhlutverk Sveitarfélagsins Árborgar mjög föstum tökum og sinna þeim af vandvirkni og alúð fyrir íbúa Árborgar.

Undirbúningur Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er nú í fullum gangi og er málefnastarfið komið af stað. Megináherslur Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verða eftirfarandi:

  • Við ætlum að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg
  • Við ætlum að starfa fyrir alla íbúa Árborgar
  • Við ætlum að láta rödd Árborgar heyrast

Þeir sem hafa áhuga að koma að framboðinu, frekari málefnavinnu , útfærslu á einstaka málefnum Miðflokksins í Árborg og taka þátt í að móta samfélagið í sveitarfélaginu á næsta kjörtímabili er bent á að hafa samband við undirritaðan eða Tómas Ellert [s. 853 8358 – tomasellert@midflokkurinn.is].

Selfossi, 4. mars 2018

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu