Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Vörður, stóð fyrir Reykjavíkurfundi í gær. Þar var samþykktur Reykjavíkursáttmáli, áherslur flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Styttum boðleiðir – bætum rekstur – byrjum á okkur sjálfum
– Við munum minnka stjórnkerfið
– Fækka borgarfulltrúum og starfshópum borgarinnar
– Fjölgun íbúða eykur tekjur borgarinnar
– Álögur á borgarbúa lækkaðar
Reykjavík á að vera besti búsetukosturinn
– Við Keldur rís fjölskylduvænt hverfi
– Nýstárleg og spennandi byggð rís í Örfirisey
– Uppbyggingu verði lokið í Úlfarsárdal
Stórátak í samgöngumálum
– Efla leiðakerfi Strætó og skoða Samgöngumiðstöð við
Kringluna
– Segja upp samningi um framkvæmdastopp og stórbæta
gatnakerfið
– Bæta þarf ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra
Virkjum félagsauð eldri borgara
– Eldri borgarar og öryrkjar geti tekið þátt í störfum eftir getu og
vilja. Minnka álögur og jaðarskatta.
– Heimaþjónusta verði styrkt í samvinnu við eldri borgara.
Sveigjanleiki og sjálfstæði í skólamálum
– Tryggja þarf að allir fái nám og stuðning við hæfi
– Gera þarf sérstakt átak í málefnum barna af erlendum uppruna
– Börnum frá 12 mánaða aldri verði tryggt pláss í leikskóla eða hjá
dagforeldrum
Íþrótta- og menningarborgin Reykjavík
– Styrkja þarf tengsl íþróttafélaga og tómstundastarfs við
grunnskóla
– Áhersla lögð á forvarnarstarf
Græn borg – hrein borg
– Gera þarf átak í umhverfismálum og auðvelda flokkun á sorpi
– Sorphirðudögum verður fjölgað
– Hætt verði að nota plast í stofnunum borgarinnar þar sem
mögulegt er
– Þrif á götum og opnum svæðum þarf að stórauka