fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Björn segir formann Samfylkingarinnar í keppni um að „særa og móðga“ og „þrá sjálfur sviðsljósið“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. mars 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er ekki hrifinn af málatilbúnaði Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis er hann fjallaði um flutning íslenska flugfélagsins Air Atlanta á hergögnum, sem var til umfjöllunar í fréttaþætti RÚV, Kveik. Hann segir Loga í „keppni um að særa og móðga“ og hafi gegn betri vitund ákveðið að hefja „spunann í ræðustólnum“ sem beri vott um „vanstillingu“ hans.

 

„Logi „fór af hjörunum“ í ræðustól þingsins fimmtudaginn 1. mars með árásum á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna leyndarhyggju og dylgjum um að hann sem fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra hefði gerst sekur um „æpandi þögn“ um vopnamálið. Hvað segir Logi um Smára?“

 

spyr Björn, en Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagðist hafa vitað um hergagnaflutninginn frá því árið 2015, en Smári situr í utanmálaríkisnefnd þingsins:

„Spurningar Loga (undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir) voru síðan um það hvers vegna fjármálaráðherra teldi að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd alþingis um málið. Smári McCarthy situr í utanríkismálanefnd þingsins. Gerði hann henni grein fyrir vitneskju sinni? Hefur hann lagt fram farmbréfið?“

segir Björn.

Þá vitnar Björn í orð Loga:

„Þögn segir oft mikið meira en orð. Hún er orðin æpandi, þögn formanns Sjálfstæðisflokksins, valdamesta flokks landsins, í stórum, alvarlegum og umdeildum málum.“

 

Segir Björn þessi orð bera vott um vanstillingu:

„Málatilbúnaður formanns Samfylkingarinnar bar vott um vanstillingu. Skyldi hann þrá sjálfur sviðsljósið í stað þess að Helga Vala baði sig í því fyrir hönd Samfylkingarinnar? Eða hefur hann ákveðið að keppa við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í leiknum sem hún hefur stofnað til í þingsalnum um hver særir og móðgar mest?“

 

Björn segir einnig að Logi eigi að vita betur en að spinna í ræðustól:

„Auðvitað vissi Logi Einarsson betur þegar hann hóf spunann í ræðustólnum. Honum er hins vegar alveg sama um hvað er satt og rétt í þessu máli, hann fékk aðeins þá dæmalausu hugdettu að hann hefði þarna fengið vopn í hendur til að koma höggi á andstæðing – tilgangurinn helgaði meðalið. Ástandið batnar ekki á alþingi við keppni stjórnarandstöðunnar í skítkasti. Steingrími J. Sigfússyni, forseta alþingis, var oft tíðrætt um virðingu þingsins þegar hann tók syrpurnar í stjórnarandstöðu. Honum finnst líklega í lagi að þingstörfin séu á þessu plani.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“