Vopnaflutningar flugfélagsins Atlanta eru alþjóðleg hneisa. Þarna eru flutt vopn inn á verstu ófriðarsvæði heimsins þar sem almenningur líður miklar þjáningar. Og þarna eru vopn sem bitna verst á óbreyttum borgurum, eins og til dæmis jarðsprengjur.
Það þarf að ganga úr skugga um hvernig þetta geti gerst og hverjir beri ábygðina. Auðvitað eru það fyrst og fremst stjórnendur flugfélagsins sem koma á sig óorði með þessu. En er það virkilega svo að kontóristar hjá bákninu Samgöngustofu geti skrifað upp á viðskipti af þessu tagi?
Þóra Guðmundsdóttir, sem stofnaði Atlanta ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni, skrifar á Facebook:
Það er alveg á hreinu að Air Atlanta var ekki stofnað 1986 til að flytja vopn.
Ömurlegt að lesa þessar fréttir.
Vil benda á samkvæmt fréttum að Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta án athugasemda.
Leiðir huga minn að hversu löskuð stjórnsýslan er á Íslandi.