fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Ísfirðingar taka fimm flóttamannafjölskyldum opnum faðmi

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Halldór og Ásmundur Einar Mynd-Stjórnarráðið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning um móttöku fimm flóttafjölskyldna samtals 23 einstaklinga. Móttaka fólksins er samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar, Súðavíkur og Bolungarvíkur.

Þetta er í annað sinn sem Ísafjarðarbær tekur á móti hópi flóttafólks, því kaupstaðurinn var fyrst sveitarfélaga til að taka á móti flóttafólki í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1996.

Samningurinn sem undirritaður var í dag lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fjölskyldurnar á næstu tveimur árum. Í hópnum eru tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Þetta er annar samningurinn sem gerður er á þessu ári um móttöku flóttafólks frá Írak og Sýrlandi sem kemur til Íslands í samræmi við óskir Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, samtals 42 einstaklingar. Hluti hópsins kemur til landsins í dag en hinir sem eftir eru koma í næstu viku. Auk þessa fólks eru væntanlegir til landsins síðar í þessum mánuði tíu einstaklingar frá Úganda sem staðsettir eru í Kenýa.

Ásmundur Einar, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist við undirritun samningsins í dag þakklátur sveitarfélögunum þremur fyrir velvilja þeirra í garð flóttafólksins sem væntanlegt er og einbeittan vilja til að taka sem best á móti því:

„Ég held að í hugum margra sé fjölmenningarlegt samfélag eitt af einkennum norðanverðra Vestfjarða og á Ísafirði hefur Fjölmenningarsetrið verið starfrækt með góðum árangri um langt árabil. Allt skiptir þetta máli og eins vitum við að jákvæð viðhorf hafa tilhneigingu til að rætast.“

Sveitarfélögin hafa undirbúið móttöku fólksins í nánu samstarfi við velferðarráðuneytið og Rauða krossinn á Íslandi. Samningurinn um móttöku þess byggist á viðmiðunarreglum flóttamannanefndar þar sem staða flóttafólks og réttindi þeirra eru skilgreind, fjallað um um inntak aðstoðar við það fyrst eftir komuna til landsins og um kostnaðarskiptingu vegna þess milli ríkis og viðkomandi sveitarfélaga. Í grófum dráttum snúa verkefnin að því að tryggja fólki húsnæði, félagslega ráðgjöf, menntun og fræðslu, heilbrigðisþjónustu, aðstoð við atvinnuleit og fjárhagsaðstoð til framfærslu. Rauði krossinn kemur að móttöku fólksins þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þess og hefur umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun að íslensku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka