fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Hið nýja hús Landsbankans – og aðrar hugmyndir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er tillagan sem varð fyrir valinu í samkeppninni um nýbyggingu fyrir Landsbankann sem rísa á milli Hafnartorgsins svokallaða og Hörpu. Þetta virkar eins og nokkuð látlaust hús, ekki jafn gígantískt og Hafnartorgið – alveg ágætlega smekklegt. En kannski ekki sérstaklega tilþrifamikill arkitektúr. Þessi tillaga er frá C.F. Möller og Arkþingi.

 

 

Hér er önnur tillaga sem barst Bjarke Ingels Group og Arkiteo. Einn af höfundum hennar er rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Þetta er djarfara og þarna er gert ráð fyrir gróðri og möguleikum á útivist.

 

 

Bent hefur verið á að þessi tillaga hefði rímað skemmtilega við hugmyndir arkítektsins fræga Jeans Nouvel um tónlistarhúsið – hann stakk upp á því að byggja það innan í hól sem kallaðist á við Arnarhólinn. Það hefði verið býsna frumlegt, en þótti of dirfskufullt.

 

 

Svo er hér mynd af höfuðstöðvum Landsbankans eins og þær áttu að líta út eftir samkeppni sem haldin 2007. Þessi bygging verður aldrei reist.

 

 

Þá fylgdi þessi mynd með af Björgólfi Guðmundssyni þar sem hann stendur líkt og í stafni bankans, hann er fótósjoppaður inn í óbyggt húsið. Þarna voru endalokin nærri.

 

 

En svo eru þeir til sem segja að Landsbankinn eigi ekki að byggja í bænum heldur sé ekkert of gott fyrir hann að flytja bara í stóra tóma húsið í Urðarhvarfi. Það er þá einhvers konar skammarkrókur, því bæði er húsið sérlega óaðlaðandi og svo er nafn götunnar einstaklega nöturlegt – Urðarhvarf.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“