Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar:
Samkvæmt almennum hegningarlögum er refsivert að valda með vísvitandi líkamsárás öðrum manni tjóni á líkama og heilbrigði.
Hvernig ætli standi á því að sumt fólk, þ.m.t. úr hópi starfandi lækna, telji sjálfsagt að valda vísvitandi líkamstjóni hjá ómálga börnum? Telja þeir að foreldrar þeirra hafi heimild til að samþykkja líkamsmeiðinguna?
Og biskup Íslands fellur í fang Kára læknis og tekur undir þessa vitleysu. Það þarf enga lagabreytingu til að banna mönnum að valda börnum líkamsmeiðslum. Ákvæði um þetta eru nú þegar í lögum.
Ég segi bara eins og móðir mín heitin hefði sagt: Nú þykir mér tíra!
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður