fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Hinn „sögulegi“ miðbær á Selfossi

Egill Helgason
Mánudaginn 26. febrúar 2018 23:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfyssingar munu hafa samþykkt nýtt skipulag miðbæjar. Það var gert á bæjarstjórnarfundi 21. febrúar. Framkvæmdin verður á hendi félags sem nefnist Sigtún. Selfoss tilheyrir sveitarfélagi sem heitir Árborg. Þar er líka Eyrarbakki. Í þeim bæ eru menn lítt hrifnir, enda á Eyrarbakki sögu sem nær aftur á miðaldir – ólíkt hinum sögulitla Selfossi.

En það er athyglisvert að skoða þetta skipulag. Eins og hefur oft komið fram er hugmyndin að byggja í gömlum stíl, og ekki bara það, þarna verða „endurreist“ gömul og sögufræg hús.

Og hér er dálítil þraut, getið þið komið auga á hvaða hús þetta eru. Ég greini eina af Skálholtskirkjunum, Glasgow sem stóð í Grjótaþorpinu, verksmiðjuhús Sláturfélags Suðurlands og Hótel Ísland. Og mér sýnist þarna vera gamla apótekið sem stóð við Austurvöll. Hér má sjá myndband af fyrirhuguðum byggingum.

Svo er spurningin. Mun þetta virka – eða ekki? Það er svosem ekki sérlega aðlaðandi miðbæjarkjarni á Selfossi eins og er, en nógu fjári er mikið af fólki þar á ferðamannatímanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“