fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Hvatningarverðlaun velferðarráðs afhent í Hörpu

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 24. febrúar 2018 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innflytjendur og börn og foreldrar eru hjartans mál verðlaunahafa hvatningarverðlauna velferðarráðs árið 2017 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu, föstudaginn 23. febrúar. Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins.

 

Gæði í þjónustu við innflytjendur

Það var Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, sem fékk verðlaun í flokki einstaklinga en hún fær verðlaunin fyrir margra ára starf í vinnu með málaflokk innflytjenda. Edda hefur frætt starfsfólk á velferðarsviði um málefni flóttafólks jafnframt því að leggja áherslu á gæði þjónustu fyrir einstaklinga sem kjósa að búa sér heimili í Reykjavík, hvort sem er um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, kvótaflóttafólk, flóttafólk eða aðra einstaklinga af erlendum uppruna sem vilja búa í Reykjavík. Edda er frumkvöðull á sínu sviði og störf hennar einkennast af metnaði og þrautseigju við að þróa og halda á lofti afar mikilvægri þjónustu við íbúa Reykjavíkur.

Ævintýraleg vinna með börn og fjölskyldur

Teymi í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs,  hlaut verðlaunin í flokki hóps eða starfsstaðs. Teymið sinnir ráðgjöf og stuðningi við börn og fjölskyldur þeirra inni á heimilum þeirra sem utan. Meðlimir teymisins hafa sýnt frumkvæði og alúð í öllum sínum störfum og hafa þannig fyrirbyggt stærri vanda hjá fjölskyldum. Forvarnargildið í störfum þeirra er talið mikið og má þar m.a. nefna verkefnið útivist og virkni, sem er hópastarf fyrir ungmenni. Verkefnið er byggt á hugmyndafræði ævintýrameðferðar. Tilgangurinn er að auka félagslega færni ungmenna, draga úr neikvæðri og andfélagslegri hegðun, efla sjálfsstjórn og styrkja jákvæðni auk þess að styrkja tengsl og bæta samskipti á milli unglings, foreldra, fjölskyldu og annarra í nærumhverfi. Starfsfólk teymisins er Ragnar Harðarson, Sigurgeir Birgisson, Sigríður Ella Jónsdóttir, Ingrida Induse, Nína Jacqueline Backer og Hrönn Egilsdóttir.

Fróðir foreldrar

Í flokki um verkefni fengu Fróðir foreldrar verðlaun sem er samstarfsverkefni foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar og ungmennaráða Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Markmið verkefnisins eru að láta rödd foreldra og ungmenna innan skólasamfélags hverfanna heyrast, virkja samtakamátt foreldra sem mikilvægan þátt í forvörnum í uppeldi barna, nýta mannauð hverfanna og tengja við nærsamfélagið og að standa fyrir fræðslukvöldum sem byggð eru á óskum og hugmyndum forelda. Verkefnið hefur gengið vonum framar og hefur verið fullt út úr dyrum á fræðslukvöldum Fróðra foreldra. Hægt er að finna upptökur af fræðslunni á vef borgarinnar.

Farsæld í starfi

Jóna Kolbrún Halldórs, þjónustufulltrúi og Hrönn Egilsdóttir, ráðgjafi fengu einnig viðurkenningu fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.

Jóna Kolbrún hefur starfað hjá Reykjavíkurborg í rúmlega 20 ár en hún hefur alla tíð sinnt vinnu sinni af alúð og metnaði.  Hrönn Egilsdóttur, starfsmaður í Miðgarði, hefur líkt og Jóna Kolbrún unnið óeigingjarnt starf í velferðarmálum hjá borginni í yfir 20 ár. Hún brennur fyrir velferð barna og fjölskyldna en hún er hluti af teyminu sem vann til verðlauna í hópi starfsstaða.

Markmiðið með veitingu hvatningarverðlauna er hvetja fólk til góðra og skapandi starfa í málaflokknum en einnig að vekja athygli á hinu gróskumiklu starfi í velferðarmálum Reykjavíkurborgar. Að auki hvetja verðlaunin til aukinnar nýbreytni og þróunar starfsins.

Valnefndin hefur verið skipuð skipuð fulltrúum velferðarráðs, skrifstofu velferðarsviðs, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BHM. Í valnefnd vegna verðlauna fyrir árið 2017 voru: Elín Oddný Sigurðardóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Garðar Hilmarsson og Anna Guðmundsdóttir en fulltrúa frá BHM vantaði í ár.

Greinargerð með hvatningarverðlaunum velferðarsviðs 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!