fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári sakar Samtök atvinnulífsins um að kaupa sig inn í fréttir RÚV

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi. Samsett mynd/DV

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, sakar framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson um að hafa greitt fyrir að koma fram í kvöldfréttatímum RÚV, í áróðurskyni. Hann segist ekki skilja hvers vegna Halldór séalltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins“ og spyr:

„Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum eðlilegt að tíu manns geti keypt sér athygli og áhrif, innslög í fréttir almannaútvarpsins, til að reka áróður fyrir eigin hagsmunum?“

 Þetta skrifar Gunnar í færslu við Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands.

Hann segir Halldór vera í forsvari fyrir fámennan hóp auðmanna sem eigi lítið erindi á heimili fólks í gegnum sjónvarp allra landsmanna:

 

 „Ég bara næ ekki af hverju þessi gaur er alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Hann er framkvæmdastjóri SA, samtaka fyrirtækjaeigenda þar sem atkvæðamagn fer eftir efnahagsstöðu. Samkvæmt nýlegri rannsókn eiga um 10 manns um 1/3 alls eigin fjár einstaklinga í Íslenskum fyrirtækjum og 50 manns nokkuð yfir helminginn. Þessi gaur er því málpípa 10 manns, í mesta lagi 50. Hvað kemur okkur við hvað þessi fámenni hópur vill?“

 

Þá segir Gunnar eðlilegt að Gylfi Arnbjörnsson fengi meiri tíma í sjónvarpinu:

 

„Gylfi Arnbjörnsson, sá óvinsæli maður, má þó eiga það að hann er að tala fyrir hagsmunum 120 þúsund manns. Ef Halldór Benjamín Þorbergsson fær 5 mínútur ætti Gylfi að fá að tala ótruflað í rúma viku. Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum eðlilegt að tíu manns geti keypt sér athygli og áhrif, innslög í fréttir almannaútvarpsins, til að reka áróður fyrir eigin hagsmunum? Þætti eðlilegt að brigdeklúbbur Jóa frænda, átta manna hópur tuðandi karla, fengi að tjá sig í kvöldfréttum um nauðsyn þess að þeir hefðu það betur í framtíðinni? Nei, ég held ekki. En ef bridgeklúbbur Jóa frænda væri flugríkur og hefði sölsað undir sig mest af eignum almennings; horfði þá öðru vísi við?“

 

Færsla Gunnars:

„Ég bara næ ekki af hverju þessi gaur er alltaf fenginn til að vera með fréttaskýringar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Hann er framkvæmdastjóri SA, samtaka fyrirtækjaeigenda þar sem atkvæðamagn fer eftir efnahagsstöðu. Samkvæmt nýlegri rannsókn eiga um 10 manns um 1/3 alls eigin fjár einstaklinga í Íslenskum fyrirtækjum og 50 manns nokkuð yfir helminginn. Þessi gaur er því málpípa 10 manns, í mesta lagi 50. Hvað kemur okkur við hvað þessi fámenni hópur vill? Gylfi Arnbjörnsson, sá óvinsæli maður, má þó eiga það að hann er að tala fyrir hagsmunum 120 þúsund manns. Ef Halldór Benjamín Þorbergsson fær 5 mínútur ætti Gylfi að fá að tala ótruflað í rúma viku. Erum við orðin svo blind af peningahyggjunni að við teljum eðlilegt að tíu manns geti keypt sér athygli og áhrif, innslög í fréttir almannaútvarpsins, til að reka áróður fyrir eigin hagsmunum? Þætti eðlilegt að brigdeklúbbur Jóa frænda, átta manna hópur tuðandi karla, fengi að tjá sig í kvöldfréttum um nauðsyn þess að þeir hefðu það betur í framtíðinni? Nei, ég held ekki. En ef bridgeklúbbur Jóa frænda væri flugríkur og hefði sölsað undir sig mest af eignum almennings; horfði þá örðu vísi við?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“