fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd/DV

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga.

Í frétt VR segir:

 

„Stofnun leigufélagsins er viðbragð félagsins við gríðarlega erfiðum aðstæðum á húsnæðismarkaði á Íslandi í dag og þá einkum á meðal ungs fólks. Framboð leiguhúsnæðis er ekki aðeins takmarkað heldur er leiguverð svo óheyrilega hátt að kalla má ástandið fársjúkt. Öfugt við almenn leigufélög mun leigufélag VR snúast fyrst og fremst um það hvernig hægt sé að hafa leiguna sem lægsta en ekki sem mesta arðsemi.

Áætluð uppsöfnuð þörf á nýjum íbúðum á íslenskum markaði eru 6.000 íbúðir og árleg þörf nýrra íbúða eru 2.200 íbúðir svo augljóst má vera að um neyðarástand er að ræða. Stjórn VR telur það félagslega skyldu sína að bregðast við með einhverjum hætti og leggja þannig eitthvað á vogarskálarnar í þeirri von að slíkt viðbragð verði opinberum aðilum, öðrum félögum, samtökum og sjóðum fyrirmynd og hvatning til að gera eitthvað viðlíka eða koma til samstarfs við VR um frekari verkefni.

Nánari útfærsla á framkvæmdum, úthlutunarreglum, leiguverði o.þ.h. verður í höndum Húsnæðisnefndar VR og munum við færa fréttir af því á þessum vettvangi um leið og eitthvað liggur fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta