fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Samtök verslunar og þjónustu loksins sammála ASÍ-Vilja aukna samkeppni

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, framkvæmdarstjóri SVÞ

Samtök verslunar og þjónustu og ASÍ hafa lengi eldað grátt silfur saman. Ástæðan er að verðlagseftirlit ASÍ kemst stundum að niðurstöðum í verðkönnunum sem SVÞ sætta sig ekki við og hafa samtökin lýst vinnubrögðum ASÍ sem ófaglegum og óboðlegum.

Það telst því til nokkurra tíðinda að SVÞ segist nú í tilkynningu algerlega sammála nýjustu verðkönnun ASÍ, sem leiðir í ljós að verð á matvöru hafi lækkað í heild sinni um 0.7% á síðustu tveimur árum, þó svo að mjólkurvörur hafi hækkað um 7.4 prósent.

 

Í tilkynningu SVÞ segir:

Þó að SVÞ og ASÍ hafi í gegn um tíðina oft tekist á um verðlag á matvöru hér á landi og hvernig það
hefur þróast frá einum tíma til annars, bregður nú svo við að SVÞ getur tekið undir allt sem kemur fram í þessari frétt.

Samtökin fagna þar sem niðurstaðan bendir til þess að skortur sé á samkeppni í mjólkuriðnaði, sem lýsir sér í hækkun vöruverðs þar, meðan samkeppni lækkar vöruverð annarsstaðar.

 

Tilkynning SVÞ:

Samkeppni er lykilorðið – frétt ASÍ segir alla söguna

Samtökum verslunar og þjónustu finnst ástæða til að vekja sérstaka athygli á frétt sem birtist á
heimasíðu Alþýðusambands Íslands fyrir helgi. Í fréttinni er vísað í gögn frá Hagstofunni yfir vísitölu
neysluverðs og hvernig verðlag á matvörum hefur þróast á undangengnum tveimur árum. Þar kom m.a.
fram að verð á matvöru hafi í heild sinni lækkað um 0,7% á síðustu tveimur árum. ASÍ undirstrikaði
hins vegar að á meðan að matarverð lækkaði í heild sinni hækkuðu mjólkurvörur um 7,4%.

Samkvæmt þessum gögnum hefur verðþróun á matvörumarkaði verið með þeim hætti að verð á
innfluttum matvörum og verð á innlendum matvörum sem búa við samkeppni, hefur lækkað á þessu
tímabili. Verð á þeim innlendu vörum sem ekki búa við neina samkeppni hefur hins vegar hækkað
umtalsvert á þessu tímabili og sker verðþróun á mjólkurvörum sig algerlega úr í þessu sambandi.

Þó að SVÞ og ASÍ hafi í gegn um tíðina oft tekist á um verðlag á matvöru hér á landi og hvernig það
hefur þróast frá einum tíma til annars, bregður nú svo við að SVÞ getur tekið undir allt sem kemur fram
í þessari frétt.
Frétt ASÍ segir svo miklu meira en það sem fréttin fjallar beinlínis um. Það er þá sögu, sem aldrei
verður of oft sögð, hversu miklu máli það skiptir að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með
vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Virk samkeppni leiðir til aukinnar
skilvirkni fyrirtækja sem skilar sér í lægra verði og betri gæðum fyrir neytendur. Frétt ASÍ lýsir því vel
þeirri stöðu sem enn er hér á landi og mikilvægi þess að úr verði bætt.
SVÞ vilja því enn og aftur hvetja stjórnvöld til dáða í þessum efnum. Það er í þeirra höndum og aðeins
þeirra að tryggja að samkeppni fái þrifist á öllum sviðum atvinnulífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta