Predíkarinn Billy Graham er látinn, níutíu og níu ára að aldri. Hann var gríðarlegur mælskumaður sem Bandaríkjaforsetar ráðfærðu sig við eða þótti að minnsta kosti gott að hafa nálægt sér. Til dæmis eru til ótal myndir af honum með Richard Nixon. Sonur hans, Franklin, fylgdi í fótspor föður síns – en hann er ekki annað en léleg eftirlíking af pabbanum og skortir alveg kennivald hans.
Billy Graham var líka frægur á Íslandi. Það helgast ekki síst af því að hann var fastur dálkahöfundur í Morgunblaðinu um langt árabil. Þar birtust reglulega pistlar hans undir heitinu Svar mitt. Ég er ekki viss um hvenær birting þessa efnis byrjaði, en það var í blaðinu frá því ég byrjaði að lesa það á sjöunda áratugnum og ábyggilega langt fram á þann níunda. Hér reynir Graham að svara spurningu sem honum hefur greinilega þótt erfið.
–