fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Fyrrum formaður Neytendasamtakanna hnýtir í framkvæmdarstjórann

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson

Ólafur Arnarson, sem sagði af sér formennsku í Neytendasamtökunum í fyrra vegna ásakana um óhófleg útgjöld, gerir sér mat úr ummælum Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna á RÚV í dag. Þar segir Brynhildur að samtökin styðji aukið frelsi á leigubílamarkaði svo framarlega sem öryggiskröfur séu í lagi.

 

Ólafur fullyrðir á Facebooksíðu sinni að Brynhildur hafi ekki neitt umboð fyrir orðum sínum um að samtökin styðji aukið frelsi á leigubílamarkaði, ekki liggi fyrir samþykkt þings Neytendasamtakanna um þetta tiltekna mál. Því sé Brynhildi ekki heimilt að lýsa yfir stuðningi Neytendasamtakanna:

 

Athyglisverð yfirlýsing hjá framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Burt séð frá efnisinnihaldi hennar er þess hvergi merki að finna að síðasta þing Neytendasamtakanna hafi ályktað um þessi mál. Þegar ekki liggur fyrir samþykkt þingsins getur hvorki framkvæmdastjórinn né aðrir fullyrt eitt eða neitt um vilja samtakanna um tiltekin mál. Hafi stjórn samtakanna ályktað um þetta efni ber að taka fram að það sé stjórnin, en ekki samtökin sem slík, sem lýst hafi vilja sínum. Á meðan ég þekkti til var þess gætt að yfirlýsingar talsmanna samtakanna milli þinga væru ávallt í einu og öllu byggðar á þeirri stefnu sem síðasta þing markaði. Margt hefur svo sem breyst með tilkomu sitjandi stjórnar.“

 

Þá segir Ólafur að mörg brýnni mál ættu að hafa forgang hjá samtökunum:

 

„Athyglisvert engu að síður að talsmaður samtakanna sjái sérstaka ástæðu til að lýsa skoðun samtakanna um mál, sem þing samtakanna sá ekki ástæðu til að álykta um, en láta ekki í sér heyrast varðandi mörg mun brýnni hagsmunamál neytenda, alla vega ef marka má áherslur síðasta þings Neytendasamtakanna.“

 

Brynhildur gaf lítið fyrir ummæli Ólafs, í svari við fyrirspurn Eyjunnar um meint umboðsleysi hennar:

„Það væri mjög óeðlilegt ef Neytendasamtökin gætu ekki tjáð sig um neytendamál sem upp koma nema þau hafi áður verið rædd á þingi samtakanna sem haldið er annað hvert ár. Það er jú ekki hægt að sjá öll mál fyrir.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins