fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Eyþór og flokkurinn stilla upp á lista

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má Fréttablaðið standa hreinsanir nú fyrir dyrum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Nýi oddvitinn, Eyþór Arnalds, virðist eiga að fá að móta hópinn eftir sínu höfði. Þetta þýðir, samkvæmt Fréttablaðinu, að  borgarfulltúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sem voru númer tvö og þrjú í leiðtogaprófkjörinu, verða færð neðar á lista. Kannski svo neðarlega að þau eiga ekki séns á sæti í borgarstjórn.

Þetta hlýtur að teljast nokkuð stór höfnun fyrir bæði Áslaugu og Kjartan sem eiga sterkar rætur í Sjálfstæðisflokknum og hafa starfað lengi þar.

Rætt er um að í annað sæti listans, á eftir Eyþóri, veljist Vala Pálsdóttir, en hún er formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna. Hún tengist líka Morgunblaðinu líkt og Eyþór, tengdamóðir hennar er Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum, sem hefur mikið komið við sögu Moggans síðustu ár.

Svo er einnig talað um að Marta Guðjónsdóttir muni halda sinni stöðu á listanum. Hún var varaborgarfulltrúi en varð aðalmaður í borgarstjórn þegar Hildur Sverrisdóttir settist á þing – þaðan sem hún datt aðeins ári síðar. Ólíkt til dæmis Áslaugu hefur Marta tekið mjög harða, maður getur sagt morgunblaðslega, afstöðu í skipulagsmálum.

Það er svo spurning hvað þetta gagnast til að hífa upp fylgi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn telja sig sjá sóknarfæri í því hversu óvinsæll Dagur B. Eggertsson er hjá vissum hópi borgarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,7 prósent borgarstjórnarkosningunum 2014, en 33,6 prósent árið 2010. Þá var Hanna Birna Kristjánsdóttir í forystu – var borgarstjóri og naut vinsælda.

Flokkurinn er náttúrlega ekki nema svipur hjá sjón í Reykjavík miðað við það sem var á árum áður og spurning hvort hann á einhverja möguleika á að fara ofar í fylginu. Það hjálpar kannski ekki að við hlið Sjálfstæðisflokksins kemur upp Miðflokkurinn með Vigdísi Hauksdóttur í feikilegu stuði – talandi um sömu mál og Eyþór en bara á aðeins kröftugri hátt. En ef út í það er farið er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hljóta að vinna saman að loknum kosningum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins