fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024
Eyjan

Brynjar Níelsson: „Kannski réttara að leggja fram frumvarp sem leyfir umskurð“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur með áhugavert innlegg í umræðuna um bann við umskurði hér á landi á Facebook síðu sinni í dag. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur hefur vakið mikla athygli hérlendis sem erlendis og sitt sýnist hverjum. Brynjar, sem er lögfræðingur að mennt, segir að almenn hegningarlög banni nú þegar líkamsmeiðingar og umskurður sé þess vegna ekki undanskilinn.

„Ég veit ekki betur til en að allar líkamsmeiðingar séu refsiverðar hér á landi og get ekki séð að umskurður sé undanskilinn hegningarlögum. Því er kannski réttara að leggja fram frumvarp sem leyfir umskurð, líkt og gert var í Þýskalandi. Þjóðverjar lentu í svona lögfræðikrísu með þetta, þeir komust að því að umskurður félli undir almenn hegningalagaákvæði hjá sér. Þess vegna settu þeir sérstök lög um umskurð, þar sem þeir undanskilja hann líkamsmeiðingum. Þeir vildu auðvitað tryggja sig gagnvart einhverju veseni, því auðvitað þorðu þeir aldrei að fara að refsa gyðingum eftir það sem á undan var gengið,“

segir Brynjar. Hann segist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi frumvarp Silju Daggar:

 

„Nei, ég hef ekki sett mig almennilega inn í þetta. Maður fylgist með umræðunni auðvitað og sér bæði rök með og á móti. En ég hef ekki tekið afstöðu. Það eru sterk rök fyrir því að ekki beri að horfa öðruvísi á umskurð en aðrar líkamsmeiðingar, þótt svo þetta sé trúarleg athöfn. En kannski er betra að taka dýpri og lengri umræðu um þetta. Svona umræða þarf að þróast, þetta er svo sterk og rótgróin hefð. Það er svolítið bratt að skella strax fram frumvarpi og sex ára fangelsi. Einu sinni voru nú börn gjarnan rassskellt til að láta þau finna til ábyrgðar gagnvart rangri hegðun. Svo hefur þróunin nú blessunarlega verið í aðra átt síðan. Umskurður truflar mig í raun ekkert. Ég er bara að velta því fyrir mér, sem lögfræðingur en ekki pólitíkus, hvort hann sé í raun ekki þegar bannaður. Ég veit að margir lögfræðingar eru að velta þessu fyrir sér, en það þorir eflaust enginn að setja slíkt á netið nema ég. Annars er ég bara svona að velta þessu sjónarhorni upp og aðeins að hrista upp í umræðunni,“

segir brynjar og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta

Óttar Guðmundsson skrifar: Grátandi ferðaþjónusta